• Published On: 11.desember 2025

    Nýtt fréttabréf Hrafnagilsskóla er komið út. Í bréfinu er farið yfir dagskrána síðustu dagana fyrir jól en hátíðarkvöldverður og litlu jól unglingastigs fara fram að kvöldi fimmtudagsins 18. desember. Föstudaginn 19. desember verða litlu jól hjá 1.–7. bekk. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá mánudaginn 5. janúar 2026. Í fréttabréfinu er einnig fjallað um mikilvægi [Meira...]

Editor’s pick
  • Nemendur í 4. til 8. bekk Hrafnagilsskóla fengu góðan gest í heimsókn í dag þegar rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson, oft kallaður Ævar vísindamaður, leit við í skólanum. Ævar ræddi við nemendur og sagði frá því hvernig bækurnar hans verða til. Hann fór yfir hvaða bækur hann hefur skrifað og hvernig hugmyndirnar að þeim kviknuðu. Í [Meira...]

  • Í gær var mikið um að vera í Hrafnagilsskóla þegar menntabúðir Eymennt voru haldnar í skólanum. Viðburðurinn var sérstakur fyrir þær sakir að hann markaði 10 ára starfsafmæli Eymennt, en fyrstu búðirnar voru einmitt haldnar hér í Hrafnagilsskóla þann 29. september árið 2015. Það var því við hæfi að fagna tímamótunum á heimaslóðum. Það var [Meira...]

  • Undanfarnar vikur hafa nemendur í 6. bekk unnið að þemaverkefni sem tengist þriðja þorskastríðinu sem átti sér stað árin 1975–1976. Í verkefninu hafa nemendur kynnt sér söguna og þær aðstæður sem ríktu á þessum tíma. Sérstök áhersla var lögð á varðskipaflota Íslands eins og hann var skipaður í þorskastríðinu. Nemendur hafa unnið ötullega að því [Meira...]

  • Í dag hélt Hrafnagilsskóli hátíð í íþróttasalnum í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Skólinn er stoltur af þeirri hefð að halda upp á þennan dag með veglegri dagskrá. Í aðdraganda hátíðarinnar var hefðbundið skólastarf brotið upp með þemadögum þar sem nemendur á öllum stigum unnu að fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum. Að þessu sinni var þemað [Meira...]