Í nótt gekk yfir landið mikið hvassviðri en nú klukkan 6:30 hefur lægt og veðrið gengið niður í bili. Skólabílar keyra eftir áætlun og sækja nemendur. Um hádegi er aftur spáð hvassviðri og verðum við því að taka stöðuna varðandi heimkeyrslur. Foreldrar og forráðamenn verða látnir vita ef einhverjar breytingar verða á þeim.
Categories
Featured posts
september 28, 2015
september 17, 2015
september 14, 2015
Editor's pick
Á morgun miðvikudaginn 11. september er útivistardagur í Hrafnagilsskóla. Allir nemendur skólans fara í gönguferðir. Skólabílar aka nemendum yngsta stigs (1.- 4. bekkjar) að bænum Ytri-Tjörnum. Þaðan ganga þeir upp að Drangi og síðan til baka að skólanum. Nemendur á mið- og unglingastigi hafa um tvær leiðir að velja. Annars vegar verður farið í rútum [Meira...]
Foreldrum nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla er boðið á kynningu í skólann föstudaginn 6. september kl. 08:45. Foreldrar eru hvattir til að koma á samverustund sem byrjar kl. 08:15 í miðrými skólans, Hjartanu, áður en kynningin hefst. Á kynningunni verður farið yfir sýn og stefnu skólans, agastefnuna Jákvæðan aga og fleira sem tengist skólastarfinu. Gengið verður um skólann og foreldrum gefst [Meira...]
Fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 13:00 verður Hrafnagilsskóli settur. Nemendur mæta í bekkjarstofur og ganga með umsjónarkennurum inn í íþróttasal. Eftir skólasetninguna verða námskynningar inni í bekkjarstofum. Ætlast er til að foreldrar eða forráðamenn mæti með börnum sínum og hlusti á námskynningarnar. [Meira…]