• Published On: 24.febrúar 2022

    Vegna ófærðar og veðurs geta skólabílar ekki ekið af stað til að sækja nemendur í dag, 24. febrúar. Skólinn verður opinn fyrir þá nemendur sem komast í skólann en við biðjum ykkur að meta aðstæður á hverjum stað. Veðrið á að ganga niður samkvæmt veðurspá með morgninum og þá verður farið í að moka helstu [Meira...]

Categories
    Featured posts
    Editor’s pick
    • Í dag var haldin rýmingaræfing í skólanum. Eftir löngu frímínútur fór brunabjallan af stað og nemendur, sem höfðu fengið að koma inn á útiskónum, gengu í röðum út um þær dyr sem rýmingaráætlunin segir til um. Æfingin gekk mjög vel og allir nemendur voru komnir út á skólalóð á rétta staði innan við tvær mínútur. [Meira...]

    • Í dag mánudaginn 7. október var nemendum 1. – 6. bekkja, ásamt elstu börnum í leikskólanum, boðið á tónleika í Hjartanu. Það voru tónlistarkonurnar, Helena Guðlaug Bjarnadóttir söngkona, Eyrún Unnarsdóttir söngkona og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti sem komu og kynntu fræga gamla tónlist sem fengið hefur nýjan búning í formi vinsælla sönglaga á íslensku. Þær [Meira...]

    • Fimmtudaginn 3. október verða foreldraviðtöl hér í skólanum. Foreldrar hafa fengið viðtalstíma þar sem þeim gefst kostur á að ræða við umsjónarkennara um nám og líðan barna sinna. Sérgreinakennarar verða á staðnum og hvetjum við foreldra til að ræða við þá. Föstudaginn 4. október er starfsdagur í öllum skólum á Norðurlandi og eiga nemendur frí [Meira...]

    • Í síðustu viku var nemendum 5. og 6. bekkjar boðið í heimsókn í menningarhúsið Hof. Heimsóknin var hin skemmtilegasta og fengu krakkarnir kynningu á starfsemi menningarhússins. Gaman að geta þess að nemendum okkar var hrósað fyrir að vera bæði skemmtileg og prúð.