• Published On: 29.mars 2022

    Á samverustund í dag, 29. mars, var tilkynnt um vinningshafa í árlegri teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar. Mynd Sigurbjörns Árna í 4. bekk var valin af dómnefnd ein af 10 bestu myndum ársins 2022. Í verðlaun er peningaupphæð sem gengur í bekkjarsjóð 4. bekkjar. Við óskum vinningshafa innilega til hamingju.

Editor’s pick
  • Nemendum 3. bekkjar var boðið að koma á Minjasafnið á Akureyri s.l. þriðjudag. Börnin fengu þar að fræðast um ýmislegt sem tengdist jólahaldi  í gamla daga, hvernig fólk skreytti hýbýli sín, hvaða störf voru unnin í desember. Nemendur fengu líka að heyra nöfn sem notuð voru áður fyrr á íslensku jólasveinana, heimildir eru til um hvorki [Meira...]

  • Í gær komu slökkviliðsmenn á Akureyri í heimsókn og fræddu nemendur í 3. bekk um brunavarnir. Að því loknu var farið út með þeim og slökkvibíllinn skoðaður í krók og kring.

  • Um þessar mundir á Tónlistarskóli Eyjafjarðar 25 ára afmæli. Haldið var upp á afmælið með allsherjar afmælistónleikaviku. Nemendur skólans komu fram á samverustundum og spiluðu á hljóðfæri. Hér má sjá myndir frá tónleikunum.

  • Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur 15. nóvember þetta árið. Boðið var til dagskrár í íþróttasalnum klukkan 13:00 þar sem nemendur komu fram, lásu upp, dönsuðu og sungu. Sagt var frá vinnu á þemadögum þar sem unnið var út frá þemanu, heilbrigði og velferð.  Hér má sjá myndir frá hátíðinni.