• Published On: 25.apríl 2022

    Dagana 2. – 6. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, bæði þeirra sem eiga að hefja nám í 1. bekk í haust og einnig eldri nemenda. Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100.

Editor’s pick
  • Í gær keppti Hrafnagilskóli í Skólahreysti sem er íþróttakeppni grunnskóla á Íslandi. Keppt var í þrautabraut, upphífingum og armbeygjum.  Fulltrúar Hrafnagilsskóla voru þau Rebekka Garðarsdóttir, Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir, Guðmundur Smári Daníelsson og Ragnar Ágúst Bergmann Sveinsson. Árangur þeirra var afar góður og höfnuðu þau í 2. sæti. Þess má geta að Hrafnagilsskóli keppir með Akureyrarskólunum [Meira...]

  • Í dag klukkan 13:00 keppa fulltrúar Hrafnagilskóla í Skólahreysti sem er íþróttakeppni grunnskóla á Íslandi. Keppt er m.a. í þrautabraut, upphífingum og armbeygjum.  Fulltrúar Hrafnagilsskóla eru Rebekka Garðarsdóttir, Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir, Guðmundur Smári Daníelsson og Ragnar Ágúst Bergmann Sveinsson. Nemendur og kennarar á unglingastigi fara með á keppnina sem er í íþróttahöllinni á Akureyri. Skólarútur [Meira...]

  • Sökum hvassviðris er skíðaferðinni aflýst. Stefnt er að því að fara eftir viku. Það er því venjulegur skóladagur í dag.

  • Mikið var um dýrðir á sprengidagshátíð grunnskólans. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni.   Hér má sjá myndir frá hátíðinni.