• Published On: 10.ágúst 2025

    Föstudaginn 22. ágúst hefst nýtt skólaár með skólasetningu í íþróttahúsinu kl. 13:00. Foreldrar eða forráðamenn eru beðnir að mæta með barni sínu. Nemendur fara að sínum heimastofum og ganga með umsjónarkennara inn í salinn, en foreldrar og forráðamenn sitja uppi í stúku. Eftir athöfnina ganga umsjónarkennarar með hópana sína í heimastofur þar sem nemendur og [Meira...]

Editor’s pick
  • Það er ánægjulegt að segja frá því að í gær voru veittir styrkir úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla en samtals fengu 30 skólaþróunarverkefni styrki fyrir skólaárið 2025-2026.  Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik-, grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Áherslusvið sjóðsins árið 2025 voru: [Meira...]

  • Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km. fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Sýn Hrafnagilsskóla byggir á skilningi, fagmennsku og dyggðum. Agastefna skólans er Jákvæður agi og meðal sérkenna skólans er umhverfismennt, öflug list- og verkgreinakennsla ásamt nýtingu tækni til náms. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is. Við óskum eftir að ráða [Meira...]

  • Tryggvi íþróttakennari við Hrafnagilsskóla hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi beitingu námsmats í skólaíþróttum þann 28. maí síðastliðinn. Viðurkenningin er veitt af Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem vill með henni varpa ljósi á áhrifaríkar og hvetjandi aðferðir við kennslu í skólaíþróttum. Í ár var óskað eftir umsóknum og tilnefningum sem lýsa framúrskarandi notkun námsmats og voru íþróttakennarar [Meira...]

  • Nemendur í 7. bekk fengu í dag afhent hvatningarverðlaun stuttmyndakeppninnar Sexunnar. Sexan er stuttmyndakeppni sem tekur á stafrænu ofbeldi og er haldin á landsvísu. Það eru Ríkislögreglustjóri, Samband íslenskra sveitarfélaga, RÚV, fjölmiðlanefnd, Jafnréttisstofa, Reykjavíkurborg, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Barna- og fjölskyldustofa sem standa að keppninni. Það var kvikmyndagerðarfólkið Anný Henríetta Knútsdóttir, Halldóra Brá Hákonardóttir, [Meira...]