Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Bókmenntahátíð barnanna 4. desember

25.nóvember 2025|

Bókmenntahátíð barnanna verður haldin í félagsheimilinu Laugarborg í Hrafnagilshverfi fimmtudaginn 4. desember 2025. Um er að ræða samvinnuverkefni fjögurra skóla á Norðurlandi; Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, Valsárskóla á Svalbarðseyri, Reykjahlíðarskóla og Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit. Nemendur í 5. – 8. bekk hafa skrifað bækur, hannað bókakápur og myndskreytt [Meira...]

Ævar vísindamaður heimsótti Hrafnagilsskóla

21.nóvember 2025|

Nemendur í 4. til 8. bekk Hrafnagilsskóla fengu góðan gest í heimsókn í dag þegar rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson, oft kallaður Ævar vísindamaður, leit við í skólanum. Ævar ræddi við nemendur og sagði frá því hvernig bækurnar hans verða til. Hann fór yfir hvaða bækur hann [Meira...]

Fræðsla um þorskastríðin og heimsókn frá Landhelgisgæslunni

19.nóvember 2025|

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 6. bekk unnið að þemaverkefni sem tengist þriðja þorskastríðinu sem átti sér stað árin 1975–1976. Í verkefninu hafa nemendur kynnt sér söguna og þær aðstæður sem ríktu á þessum tíma. Sérstök áhersla var lögð á varðskipaflota Íslands eins og hann var [Meira...]

Krummi í aðalhlutverki á Degi íslenskrar tungu

14.nóvember 2025|

Í dag hélt Hrafnagilsskóli hátíð í íþróttasalnum í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Skólinn er stoltur af þeirri hefð að halda upp á þennan dag með veglegri dagskrá. Í aðdraganda hátíðarinnar var hefðbundið skólastarf brotið upp með þemadögum þar sem nemendur á öllum stigum unnu að [Meira...]

Go to Top