Ákveðið hefur verið að færa danssýninguna sem átti að vera næsta föstudag til miðvikudagsins 5. nóvember kl. 13:10. Við vonum að sem flestir komi og sjái afrakstur danskennslu Elínar Halldórsdóttur en nemendur í 5. - 10. bekk hafa fengið danskennslu í haust sem lýkur með þessari [Meira...]
Framhaldsskólinn á Laugum heldur árlega grunnskólamót í íþróttahúsi skólans og föstudaginn 3. október tóku nemendur í unglingadeild Hrafnagilsskóla þátt í fyrsta skiptið. Mótið var fjölmennt, þar voru rúmlega tvö hundruð nemendur frá tíu grunnskólum á svæðinu frá Þelamörk og austur á Vopnafjörð. Nemendur tóku þátt í [Meira...]
Íslensku menntaverðlaunin eru veitt árlega fyrir framúrskarandi skólastarf eða aðrar umbætur í menntamálum. Embætti forseta Íslands, mennta- og barnamálaráðuneytið, Háskólinn á Akureyri, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Háskóli Íslands, Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, Samtök áhugafólks um skólaþróun ásamt fleirum hafa samstarf um verðlaunin. Markmið Íslensku [Meira...]
Nú styttist í hin árlegu foreldrastefnumót Hrafnagilsskóla sem haldin verða í næstu viku fyrir foreldra og forráðamenn nemenda í 1., 5. og 8. bekk. Foreldrastefnumótin eru mikilvægur liður í að efla samstarf heimila og skóla og hafa reynst vel til að auka traust og samvinnu á [Meira...]
Skóladagatalið fyrir þetta skólaár hefur verið uppfært á heimasíðu skólans. Dagatalið er óbreytt að öðru leyti en því að búið er að bæta við dagsetningum fyrir árshátíðir skólans. Foreldrar, forráðamenn og nemendur eru hvattir til að kynna sér nýjustu útgáfu dagatalsins. Skóladagatalið má nálgast hér:
Nemendur Hrafnagilsskóla tóku þátt í árlegu Ólympíuhlaupi ÍSÍ við góðar undirtektir í dag. Hlaupið, sem áður hét Norræna skólahlaupið, hefur verið fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla allt frá árinu 1984 og er ætlað að hvetja börn til reglulegrar hreyfingar og stuðla að betri heilsu og [Meira...]