Upplýsingar til foreldra varðandi einelti

Tilkynning um einelti

Eineltisáætlun

Það er yfirlýst í Hrafnagilsskóla að einelti er ekki liðið og leita skal allra leiða til að stöðva það.

Skilgreining á einelti

„Einelti er endurtekið áreiti eða ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, sem stýrt er af einstaklingi eða hópi og beinist að einstaklingi sem ekki tekst að verja sig.“

Líkamlegt og Andlegt einelti

Líkamlegt einelti: T.d. að lemja, hrinda, sparka, stela, skemma eigur annarra.

Andlegt einelti: T.d. að hóta, uppnefna, stríða, hafa uppi niðrandi athugasemdir skriflega eða munnlega, útiloka úr hópi eða hafna, breiða út sögur og ljúga upp á.

Þátttakendur eineltis

Þeir sem lenda í eineltisaðstæðum eru þolendur, gerendur og áhorfendur en þeir síðastnefndu taka ekki beinan þátt en koma þolandanum ekki til hjálpar.

Fyrirbyggjandi aðgerðir

Kennurum ber að vinna gegn einelti með fyrirbyggjandi vinnu. Hægt er að vinna t.d. með bókmenntir sem fjalla um samskipti, lífsleikni eða siðfræði. Einnig í gegnum almennar umræður. Gæðahringir eða bekkjarfundir eru einu sinni í viku í hverjum bekk og þar eru samskipti og líðan rædd.

Markmið með áætlun gegn einelti

  • Stuðla að því að skólinn sé öruggur staður
  • Stuðla að því að nemendum líði vel í skólanum
  • Upplýsa nemendur um alvarlegar afleiðingar eineltis
  • Stuðla að samvinnu heimilis og skóla í eineltismálum
  • Upplýsa foreldra/forráðamenn um einelti
  • Foreldrar hafi aðgang að stefnu skólans í eineltismálum

Vinnuferli í eineltismálum

  1. Hver sá í skólasamfélaginu (nemandi, foreldri, starfsmaður) sem fær vitneskju/grun um einelti skal gera umsjónarkennara eða skólastjórnanda grein fyrir málinu.
  2. Byrjað er á því að kanna málið og leitað er upplýsinga. Ein leiðin gæti verið að leggja könnun á samskiptum, tengslum og líðan fyrir bekki.
  3. Umsjónarkennari eða skólastjórnandi leitar eftir upplýsingum frá þolanda, forráðamönnum hans, hugsanlegum gerendum og starfsfólki skólans. Forráðamönnum aðila málsins er gerð grein fyrir stöðunni.
  4. Umsjónarkennari/skólastjórnandi gerir þeim kennurum og starfsfólki sem hafa með málið að gera, grein fyrir stöðu þess. Myndað er eineltisteymi sem vinnur að úrlausn. Í teyminu situr skólastjórnandi, umsjónarkennari viðkomandi nemenda og iðjuþjálfi. Fleiri aðilar geta verið kallað til eftir eðli og umfangi. Rætt er við meinta gerendur og þolanda (á ekki alltaf við). Mikilvægt er að ferlið sé skráð á sérstakt skráningarblað.
  5. Áætlun er gerð um aðgerðir til að stöðva eineltið. Unnið er með samskipti og tengsl innan bekkja eða meðal nemenda í skólanum. Foreldrar eru upplýstir reglulega um stöðuna.
  6. Beri ofangreindar aðgerðir ekki árangur er málinu vísað til nemendaverndarráðs til frekari úrlausnar.