Skóladagur nemenda á yngsta stigi er lengdur um fjórar kennslustundir á viku. Þeir tímar kallast tómstundahringekja og er frjáls leikur, listastarf og hreyfing í forgrunni. Nemendum er skipt í aldursblandaða hópa og fara hóparnir í leiki úti og inni, föndur og frjálsan leik í frístund. Markmið með tómstundahringekjunni eru m.a.:
- Að leitast við að jafna aðstöðu barna í Eyjafjarðarsveit til íþrótta- og tómstundastarfs.
- Að auka hreyfingu og frjálsan leik nemenda í skólastarfinu.
- Að allir skóladagar séu jafn langir hjá yngstu nemendum eða til klukkan 14:00 og draga úr viðveru ungra barna á heimilum án eftirlits fullorðins einstaklings.