Allir hafa hið góða í sér og möguleikann til að verða betri manneskjur
Hrafnagilsskóli heldur hátíð í tilefni Dags íslenskrar tungu föstudaginn 15. nóvember kl. 13:00-15:00. Nemendur flytja atriði og 10. bekkur verður með veitingasölu þar sem ágóði rennur í ferðasjóð. Enginn posi er á staðnum. Öll eru velkomin!
Hans Rúnar og Bergmann hafa á undanförnum árum haft mjög jákvæð áhrif á skólastarf með stuðningi við kennara og nemendur um land allt með því að vera fyrirmyndir í notkun á upplýsingatækni í skólastarfi. Þeir hafa verið boðnir og búnir að aðstoða kennara sem leita til þeirra með fyrirspurnir og verið einstaklega ötulir við að deila hugmyndum um rafrænar
Við í Hrafnagilsskóla erum afar stolt af því góða [Meira...]
1. bekkur kynntu sig á sinni fyrstu samverustund og deildu með áhorfendum framtíðardraumum sínum, þar á meðal að verða lögreglumenn, snyrtifræðingar og gíraffa-temjarar.
Nemendur 7. bekkjar, undir leiðsögn smíðakennara, hönnuðu og smíðuðu ný útileiktæki fyrir yngri nemendur. Leiktækin, gerð úr endurnýttum dekkjum, endurspegla sköpunargáfu og sjálfbærni. Yngstu nemendurnir voru mjög ánægðir með útkomuna.
Unglingastig Hrafnagilsskóla vinnur að þemaverkefni um íslenskan sjávarútveg. Nemendur skoða fisktegundir, sjávarútvegsfyrirtæki og vinna með orðaforða tengdan hafinu.