Foreldranámskeið um Jákvæðan aga

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á foreldranámskeið um jákvæðan aga í janúarmánuði. Um verður að ræða tveggja kvölda námskeið sem haldið er í samstarfi Naustaskóla, Naustatjarnar, Glerárskóla og Hrafnagilsskóla og mun það verða opið foreldrum barna úr öllum skólunum. Á námskeiðinu verður hugmyndafræði stefnunnar miðlað til foreldra og kynntar leiðir til að hagnýta aðferðir [Meira…]

2010-12-06T07:16:53+00:006.desember 2010|

Danssýning í 6. – 10. bekk

Mánudaginn 29. nóvember lýkur danskennslu í 6. – 10. bekk með sýningu í íþróttahúsinu undir stjórn Elínar Halldórsdóttur danskennara. Sýningin hefst kl. 13:20 og lýkur kl. 14:00. Allir eru hjartanlega velkomnir.

2010-11-26T14:48:40+00:0026.nóvember 2010|

Glæsileg hátíð á Degi íslenskrar tungu

Nemendur og starfsfólk hélt Dag íslenskrar tungu hátíðlegan þann 16. nóvember með dagskrá og sýningu á verkefnum nemenda frá þemadögum í síðustu viku. Viðfangsefni þemadaganna var orðið fjall og var það tekið til skoðunar á margvíslegan hátt. Þar má nefna fjöll í myndlist, ljóð- og tónlist. Mismunandi gerðir fjalla, orðtök og orð sem tengjast fjöllum [Meira…]

2017-09-29T14:49:10+00:0018.nóvember 2010|

Dagur íslenskrar tungu

Þriðjudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í skólanum. Dagskrá verður í íþróttahúsinu og hefst hún kl. 13. Þar verður sýndur afrakstur af vinnu á þemadögum sem staðið hafa yfir undanfarna daga. Að dagskrá lokinni verða 10. bekkingar með kaffisölu.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

2010-11-12T13:25:02+00:0012.nóvember 2010|
Go to Top