Allir nemendur í 3. – 6. bekk eiga möppur sem við köllum sýnismöppu og er hún hugsuð þannig að hún fylgi nemenda alla skólagönguna. Kennarar ákveða hvers konar verkefni fara í möppuna (sjá lista) en nemendur velja síðan endanlega hvaða verkefni þeir vilja hafa í möppunni. Nemendur þurfa oft að rökstyðja val sitt og öðlast þannig gagnrýni á eigin verk. Verkefnin eru nokkur á ári og eiga að gefa góða mynd af framvindu námsins hjá nemandanum.

Í lok skólaárs er haldinn svokallaður sýnismöppudagur þar sem foreldrum gefst kostur á að skoða möppur barna sinna og ræða við börnin um námið. Nemendur undirbúa þennan dag með því að skoða möppuna sína og ákveða hvernig þeir ætla að segja frá verkefnunum. Eins þurfa nemendur að setja sér markmið (persónuleg, félagsleg og námsleg) fyrir næsta skólaár og ígrunda vel hverjar eru þeirra sterku hliðar og hvað það er sem þeir vilja bæta sig í. Nemendur þurfa að vera tilbúnir að ræða við foreldra sína um markmið sín, ígrundun á sínum sterku og veiku hliðum og verkefni.

3. og 4. bekkur

Verkefni í sýnismöppunni

5. og 6. bekkur

Blað

Boðskort

Til foreldra á sýnismöppudegi

Markmiðin mín

Sýnismöppudagur – sjálfsmat

Verkefni í sýnismöppu