Starfsáætlun 2024-2025.

Uppfærð 11. nóvember 2024

Skólanámskrá skiptist í tvo hluta, starfsáætlun sem birtir upplýsingar sem eru breytilegar frá ári til árs og skólanámskrá sem birtir almenna stefnumörkun skólans. Í skólanámskrá gerir skóli grein fyrir því hvernig hann nýtir það svigrúm til ákvarðana og athafna sem lög, reglugerðir, aðalnámskrá og skólastefna viðkomandi sveitarfélaga veita. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð skólanámskrár og skal hann semja hana í samráði við kennara og aðra starfsmenn, sem með því móti hafa skuldbundið sig til að framfylgja henni. Skólanámskrá er nánari útfærsla á ákvæðum aðalnámskrár og í henni gefst kostur á að laga opinber fyrirmæli að sérstöðu hvers skóla og staðbundnum aðstæðum og gera grein fyrir hvernig þær aðstæður eru nýttar til að efla nám og kennslu. Í skólanámskrá er gerð grein fyrir þeim gildum sem starf skólans byggist á. Þar eru útfærð þau almennu viðmið sem sett eru í aðalnámskrá.

Skólanefnd og skólaráð fjalla um skólanámskrá ár hvert. Eftir að skólaráð fær skólanámskrá til umsagnar staðfestir skólanefnd gildistöku þegar ljóst er að hún hafi verið unnin í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá, kjarasamninga og ákvarðanir sveitarstjórnar um fyrirkomulag skólahalds.

Skólastjóri er ábyrgur fyrir umfjöllun í skólanum og í skólaráði og að gera skólanefnd grein fyrir því með hvaða hætti áætlanir hafi staðist. Starfsáætlun og skólanámskrá skulu vera aðgengilegar öllum aðilum skólasamfélagsins.

Hrafnagilsskóli er einn af fjölmennustu skólum sem starfa í dreifbýli á Íslandi með 178 nemendur. 

Skólinn og sú aðstaða sem fyrir hendi er gerir staðinn að miðstöð sveitarfélagsins í mörgu tilliti. Þar er góð íþrótta­aðstaða, aðalstöðvar Tónlistarskóla Eyjafjarðar og bókasafn Eyjafjarðarsveitar er innan skólahússins.

 

Við skólann starfa 23 kennarar auk skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Einnig starfa við skólann iðjuþjálfi, fjórir stuðningsfulltrúar, fimm skólaliðar, starfsmenn í frístund, húsverðir, ritari, bókavörður og hjúkrunarfræðingur í 20% stöðu. Að auki starfa sex bílstjórar hjá Sérleyfisbílum Akureyrar og þrír starfsmenn við mötuneytið sem rekið er af Eyjafjarðarsveit með samningi við Snæbjörn Kristjánsson. Starfsmenn Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar sjá um baðvörslu í búningsklefum. Samanlagður fjöldi þeirra sem hér starfa bæði barna og fullorðinna er yfir 200 manns og er skólinn fjölmennasti vinnustaður sveitarfélagsins.

Hrafnagilsskóli is a small school in north regional Iceland. The school has 178 students in grades 1-10 and approximately 40 staff members. The children come from various backgrounds, living on a farm, in the countryside or in a small neighbourhood near the school. Hrafnagilsskóli is a public school whose staff takes pride in giving every student a chance to learn as best suits them.

 

Hrafnagilsskóli has received the Icelandic Teaching Award for outstanding methods and the Green Flag Environmental Award. Today the school emphasises outdoor education, sustainability and health strengthening of both the students and the staff, both mentally and physically. The school area offers great possibilities for outdoor learning. There is a river nearby, mountains and a wooden area where there is, for example, a fireplace, shed, and footpath. All students get an opportunity to go outside and enjoy this area, learn more about nature and get a different approach to other school subjects by getting outside with their teacher. Each spring, staff and students work together on a collaborative outdoor theme, where students get an opportunity to do something different in this outstanding environment with all their schoolmates. 

Welcoming new students

When a new student starts at Hrafnagilsskoli the school makes sure to make him feel welcome and give him and his parents all the necessary information. Parents are invited to a meeting with the class teacher and the School Administrators, who are responsible for enrolling a new student. This meeting allows them to get acquainted with the student, his parents and their background. Following the meeting, a tour of the school is provided for the parents and the student to help them get familiarised with the faculty. To ensure that the new student feels as comfortable as possible, classmates are asked to act as guides during the first few days, offering support and help. 

Skipulag skólaársins

Skólaárinu er skipt í tvær annir. Haustönn hefst 22. ágúst og lýkur fyrir jól. Vorönn stendur frá 3. janúar til loka skólaársins og síðasti skóladagur nemenda er 2. júní. Skólaslit verða 3. júní 2024.

Viðmiðunarstundaskrá

Vikulegur stundafjöldi nemenda eftir bekkjum er sem hér segir:

  1. – 4. bekkur 30 kennslustundir + 4 stundir í tómstundahringekju, 1 stund í forskóla

            =35 kennslustundir

  1. – 7. bekkur                =35 kennslustundir
  2. – 10. bekkur              =37 kennslustundir

Miðað er við 40 mínútna kennslustundir. Í 1. – 4. bekk eru kennslustundir fimm fleiri en lágmark aðalnámskrár grunnskóla segir til um. Þessi viðbótartími er tilkominn vegna einnar kennslustundar í forskóla sem er í samvinnu við Tónlistarskóla Eyjafjarðar og tómstundahringekju sem er til að jafna aðstöðu yngstu barna til tómstundaiðkunnar.

Próf og skimanir

Yfirlit yfir próf og skimanir er að finna í skólanámskrá.

Skóladagatal

Jólaleyfi hefst að loknum litlu jólum 20. desember og hefst vorönnin föstudaginn 3. janúar. Starfsdagar eru fimm yfir starfstíma nemenda; föstudaginn 4. október, fimmtudaginn 7. nóvember,  fimmtudaginn 2. janúar, föstudaginn 25. apríl og þriðjudaginn 3. júní. Vetrarleyfi verður í fjóra daga, 21. og 22. október á haustönn og 6. og 7. mars á vorönn. Föstudagurinn 15. nóvember er tvöfaldur vinnudagur starfsfólks en þá er haldin hátíð í skólanum eftir hádegi. Miðvikudaginn 5. mars (öskudag) vinnur starfsfólk af sér á tvöföldum sprengidegi.

Síðasti kennsludagur fyrir páskaleyfi er 11. apríl og hefst kennsla að nýju þriðjudaginn 22. apríl.

Kennsludagar samkvæmt skóladagatali eru 180. Tíu dögum er ráðstafað til annars konar skólastarfs og gert er ráð fyrir þremur dögum í foreldrasamtöl í skólanum.

  Skólasetning er 22. ágúst.

  Dagur íslenskrar tungu er haldinn 15. nóvember.

  Danssýning eldri nemenda er í nóvember og yngri nemenda á vorönn.

  Hátíðarkvöldverður nemenda á unglingastigi og starfsfólks er 19. desember.

  Litlu jólin eru 20. desember.

  Árshátíðir, ein á hverju aldursstigi;

  •   unglingastig 17. janúar.
  •   miðstig 20. febrúar.
  •   yngsta stig 28. febrúar. 

  Sprengidagshátíð er 4. mars.

  Skólaslit eru þriðjudagseftirmiðdaginn 3. júní.

  • Adda Bára Hreiðarsdóttir, stuðningsfulltrúi
  • Alexander Örn Friðjónsson, skólaliði og starfsmaður í frístund
  • Anna Helga Tryggvadóttir, skólaliði
  • Arna Skaftadóttir, starfsmaður í frístund og stuðningur
  • Arnbjörg Jóhannsdóttir, heimilisfræðikennari
  • Auðrún Aðalsteinsdóttir, enskukennari
  • Árdís Eva Skaftadóttir, stuðningsfulltrúi
  • Ástrós Guðmundsdóttir umsjónarkennari í 1. bekk
  • Björk Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri
  • Dagmar Þóra Sævarsdóttir, sérkennari
  • Davíð Ragnar Ágústsson, umsjónarmaður fasteigna
  • Dóra Hrönn Gústafsdóttir, stuðningsfulltrúi
  • Einar Gíslason, myndmenntakennari
  • Elva Díana Davíðsdóttir, umsjónarkennari í 6. bekk
  • Eyrún Lind Árnadóttir, íþróttakennari
  • Guðmundur Ólafur Gunnarsson, umsjónarkennari í 8. bekk
  • Guðný Jóhannesdóttir, umsjónarkennari í 7. bekk.
  • Hallgrímur Ævarsson, húsvörður
  • Hans Rúnar Snorrason, verkefnastjóri í upplýsingamennt og kennari
  • Heiða Rós Björnsdóttir, starfsmaður í frístund og stuðningur
  • Hjördís Óladóttir, umsjónarkennari í 4. bekk
  • Hrafnhildur Vigfúsdóttir, skólaliði
  • Hulda Björk Snæbjarnardóttir, umsjónarkennari í 5. bekk
  • Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, umsjónarkennari í 3. bekk
  • Jóhanna Elín Halldórsdóttir, danskennari
  • Katrín Úlfarsdóttir, kennari í textílmennt
  • Konný Bjargey Benediktsdóttir, skólaliði
  • Kristín Sigurðardóttir, umsjónarkennari í 2. bekk
  • Laufey Kristjánsdóttir, stuðningsfulltrúi
  • Lísbet Patrisía Gísladóttir, umsjónarkennari í 6. bekk
  • Margrét Baldvina Aradóttir, umsjónarmaður bókasafns
  • Margrét Hrund Kristjánsdóttir, umsjónarkennari í Bjargeyju
  • Margrét Rós Sigurðardóttir, iðjuþjálfi
  • Nanna Árný Jónsdóttir, skólaritari
  • Óðinn Ásgeirsson, umsjónarkennari í 9. bekk
  • Ólöf Ása Benediktsdóttir, skólastjóri
  • Páll Þorgeir Pálsson, umsjónarkennari í 10. bekk
  • Rebekka Kühnis, smíðakennari
  • Silja Garðarsdóttir, tónmenntakennari 
  • Skírnir Már Skaftason, stuðningsfulltrúi
  • Sunna Björg Valsdóttir, húsvörður
  • Tinna Sigurgeirsdóttir, skólaliði 
  • Tryggvi Jóhann Heimisson, íþróttakennari
  • Þorbjörg Otta Jónasdóttir, stoðkennari á yngsta stigi
  • Þorgerður Daníelsdóttir, starfsmaður í frístund
  • Þorgerður Hauksdóttir, skólahjúkrunarfræðingur

Skólastjórar

  • Ólöf Ása Benediktsdóttir skólastjóri
  • Björk Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri

 

Skólanum er skipt á 3 stig. Á yngsta stigi eru 1. – 4. bekkur, á miðstigi 5. – 7. bekkur og unglingastigi 8. – 10. bekkur. Stigstjóri er yfir hverju stigi og veturinn 2023 – 2024 eru stigstjórar:

  • Hjördís Óladóttir á yngsta stigi
  • Lísbet Patrisía Gísladóttir á miðstigi
  • Páll Pálsson á unglingastigi
  • Silja Garðarsdóttir á list- og verkgreinum.

Á eftirtöldum sviðum er unnið skipulega að innleiðingu og þróun:

Fagleg umræða og starfshættir. 

  • Í skólanum starfa fjögur fagteymi: Jákvæður agi, Tækni og heimasíða, Læsisteymi og Aldísarlundur. Teymin funda reglulega og vinna að umbótum og þróun á þessum sviðum.

Upplýsinga- og tæknimennt og miðlanotkun.

  • Kennarar og starfsfólk lærir að nýta tæknina til góðs í skólastarfi. Menntabúðir haldnar innan og utan skóla.

Samstarf heimila og skóla.

  • Að hausti verður efnt til svokallaðra foreldrastefnumóta þar sem foreldrar og forráðamenn í hverjum bekk hittast í skólanum með umsjónarkennara og öðrum starfsmanni. Markmið foreldrastefnumóta er að veita foreldrum og forráðamönnum vettvang til að hittast augliti til auglitis, kynnast, segja frá eigin börnum og heyra af öðrum.

Símafrí.

  • Í ágúst var ákveðið að setja símafrí af stað í skólanum. Nemendum verður ekki heimilt að vera með síma á skólatíma. Þessari innleiðingu fylgir fræðsla, umræður, reglur og eftirfylgni.

Skóladagur nemenda á yngsta stigi er lengdur um fjórar kennslustundir á viku. Þeir tímar kallast tómstundahringekja og er frjáls leikur, listastarf og hreyfing í forgrunni. Nemendum er skipt í aldursblandaða hópa og fara hóparnir í leiki úti og inni, föndur og frjálsan leik í frístund.

Markmið með tómstundahringekjunni eru m.a.:

  • Að leitast við að jafna aðstöðu barna í Eyjafjarðarsveit til íþrótta- og tómstundastarfs.
  • Að auka hreyfingu og frjálsan leik nemenda í skólastarfinu.
  • Að allir skóladagar séu jafn langir hjá yngstu nemendum eða til klukkan 14:00 og draga úr viðveru ungra barna á heimilum án eftirlits fullorðins einstaklings.

Hver nemandi á unglingastigi þarf að skila 37 kennslustundum á viku en fastar kennslustundir á stundaskrá nemenda eru 31. Eftir standa 6 stundir á viku sem nemendur ráðstafa í valgreinar. Fyrirkomulag valgreina er með þeim hætti að hvor önn skiptist í tvær vinnulotur og nemendur velja þrjár valgreinar í hverri lotu. Hver nemandi getur því valið 12 mismunandi valgreinar á skólaárinu en sumar valgreinar er hægt að velja oftar en einu sinni. Hver valgrein er kennd tvær kennslustundir á viku og hver vinnulota stendur yfir í 8-9 vikur.

Nemendur eiga þess kost að fá félagsstarf eða nám utan skólans s.s. íþróttaæfingar, tónlistarnám, skátastarf eða myndlistarnám, metið í stað einnar valgreinar. Ein valgrein samsvarar tómstundastarfi í 1-4 klukkustundir á viku alla önnina. Foreldrar bera fulla ábyrgð á því að nemandi stundi vel það tómstundastarf sem hann fær metið utan skóla og ber að tilkynna aðstoðarskólastjóra ef nemandi hættir eða sinnir því ekki sem skyldi. Skólinn greiðir ekki kostnað vegna þeirra valgreina sem stundaðar eru utan skóla.

Mikilvægt er að nemendur og foreldrar kynni sér vel þær valgreinar sem standa til boða og velji það sem nemandinn hefur áhuga á.

Skólaárið 2024 – 2025 er boðið upp á eftirfarandi valgreinar:

Nýsköpun og tækni, textílmennt og handverk, hafnabolti og körfubolti, leikir og líkamsrækt, boltagreinar, matreiðsla og bakstur, badminton, bandý og borðtennis, spilaval, kvikmyndagerð, teygjur og slökun, tónlist og leikir.

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar er bæði skólabókasafn og almenningssafn. Opnun safnsins er þriðjudaga til föstudaga frá kl. 9:00- 14:00 fyrir skólafólk en fyrir almenning, þriðju- og miðvikudaga frá 14:00 – 17:00, fimmtudag frá 14:00 – 18:00 og föstudaga frá kl. 14:00 – 16:00. Bókasafnið er lokað almenningi á mánudögum.

 

 Markmið bókasafnsins eru meðal annars:

  •   Að safnkostur sé aðgengilegur nemendum og starfsfólki skólans sem og öðrum íbúum sveitarinnar og hafi fræðslu- og uppeldislegt gildi jafnframt því að vera til skemmtunar.
  •   Að veita nemendum fræðslu og þjálfun í notkun safna, öflun upplýsinga og úrvinnslu þeirra.
  •   Að örva áhuga nemenda og annarra íbúa sveitarinnar á notkun safnefnis til fróðleiks og skemmtunar.

 

Nemendur í 1. – 4. bekk  koma reglulega í heimsókn á safnið og fá þjálfun í notkun safnsins, kynningu á safnkosti og kennslu í uppröðun og skipulagi safna. Aðrir bekkir hafa aðgang að bókasafninu og fá verklega þjálfun og kynningu á safnefninu.  

Snæbjörn Kristjánsson, matreiðslumaður sér um rekstur mötuneytis Hrafnagilsskóla. Skólamáltíðir eru ókeypis fyrir alla nemendur en foreldrar greiða fyrir ávaxtaáskrift barna sinna og er einn gjalddagi á hvorri önn. 

Skólabílar

Í skólabílunum eru öryggisbelti sem nemendum er skylt að nota. Samkvæmt umsögn Umferðarstofu til skólanefndar Eyjafjarðarsveitar eiga bílstjórar að minna nemendur á að nota beltin og er skylt að setja upp merki í bílunum til að minna á beltanotkun en ekki er hægt að gera kröfu til þess að bílstjóri fylgist með því hvort fyrirmælum er hlýtt. Það er því mikilvægt að foreldrar og kennarar brýni fyrir börnunum að nota öryggisbelti. 

Öryggistæki

Um leið og skyggja tekur skulu nemendur bera endurskinsmerki. Hlutverk skólans er fyrst og fremst að fræða um mikilvægi notkunar endurskinsmerkja sem og að dreifa þeim ef þess er kostur.  Nemendum er skylt að nota hjálma á hjólum, línuskautum, hlaupahjólum og hjólabrettum.

Bifhjól

Nemendum með próf á létt bifhjól er heimilt að koma á hjólinu til og frá skóla en ekki að nota hjólið á skólatíma.

Gæsla

Utan kennslustunda eru skólaliðar við gæslu úti á skólalóð, á göngum og í félagsmiðstöð unglinga. Í löngu frímínútunum eru starfsmenn (kennarar og skólaliðar) við gæslu á skólalóð. Í búningsklefum eru starfsmenn íþróttahúss og skólaliðar við gæslu.

Tryggingar

Allir nemendur skólans eru slysatryggðir á leið í og úr skóla og meðan á skólavist stendur. Skólinn greiðir fyrir fyrstu heimsókn á slysadeild ef slys verður á skólatíma og tryggingar greiða skaðabætur ef varanlegur skaði hlýst af slysi.

Eignatjón hjá nemendum er að öllu jöfnu ekki greitt af skóla nema um sé að ræða sannarlega vanrækslu af hálfu skólans.

 

Öryggisnefnd

Í öryggisnefnd situr einn fulltrúi starfsfólks sem nefnist öryggistrúnaðarmaður og kosinn er á fyrsta starfsmannafundi skólaársins, öryggisvörður skipaður af skólastjóra og skólastjóri. Hlutverk nefndarinnar er að fylgja eftir gerðum áætlunum, úttektum opinberra eftirlitsaðila og að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað sé í samræmi við lög og reglugerðir.

 

Í öryggisnefnd sitja:

Tryggvi Jóhann Heimisson öryggistrúnaðarmaður.

Davíð Ragnar Ágústsson öryggisvörður.

Ólöf Ása Benediktsdóttir skólastjóri.

 

Nefndin fundar þrisvar á hverju skólaári.

Í nemendaráði sitja eftirtaldir nemendur:

8. bekkur:

  • Halldór Ingi Guðmundsson
  • Ragnheiður Birta Dýradóttir

Til vara:

  • Björgvin og Ylva

 

9. bekkur:

  • Haukur Skúli Óttarsson
  • Kristín Harpa Friðriksdóttir

Til vara:

  • Viktoría og Þórarinn

 

10. bekkur:

  • Ólöf Milla Valsdóttir
  • Rakel Nótt Sverrisdóttir

Til vara:

  • Sölvi

Sunna Bríet Jónsdóttir, Emelía Lind Brynjarsdóttir, Haukur Skúli Óttarsson, Kristín Harpa Friðriksdóttir og Halldór Ingi Guðmundsson.

 

Til vara: Berglind Eva, Emma Karen Anna Helgadóttir, Katrín Björk, Teitur og Björgvin.

 

Yngsta stig:

  • Bekkjarsamkomur eru í umsjón foreldra hvers bekkjar. Æskilegt er að miða við a.m.k. tvisvar á vetri.
  • Nemendur í 4. bekk fara í dagsferð á vordögum.

Miðstig:

  • Íþrótta- og leikjadagur er haldinn einu sinni til tvisvar á vetri.
  • Bekkjarsamkomur eru í umsjón foreldra hvers bekkjar. Æskilegt er að miða við a.m.k. tvisvar á vetri.
  • Nemendur í 7. bekk fara í fjögurra daga dvöl í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði.

Unglingastig:

  • unglingastig fer í bæjarferð í desember.
  • Hátíðarkvöldverður og ball er haldið kvöldið fyrir litlu jólin.
  • Nemendur 10. bekkjar fara í skólaferðalag að vori í fjóra daga.
  • Bekkjarsamkomur eru í umsjón foreldra hvers bekkjar. Æskilegt er að miða við a.m.k. tvisvar á vetri.
  • Að öðru leyti er félagslíf á vegum félagsmiðstöðvarinnar Hyldýpis.

Forstöðumaður félagsmiðstöðvar er Karl Jónsson. Umsjónarmaður er Sunna Björg Valsdóttir og starfsmaður er Marta Þórudóttir. Umsjónarmaður í samráði við félagsmiðstöðvarráð og skólastjórnendur mótar starfið. Þessir þættir eru uppistaðan í félagsstarfinu:

  Opið hús er haldið að meðaltali þrisvar í mánuði.

  Aðrir viðburðir eru haldnir nokkrum sinnum yfir skólaárið.

 

Fulltrúar unglingastigs í félagsmiðstöðvarráði  halda fundi nokkrum sinnum yfir skólaárið ásamt umsjónarmanni félagsmiðstöðvar. Hlutverk þeirra er að taka þátt í skipulagi tómstundastarfsins og koma sjónarmiðum nemenda á framfæri.

Nemendur 10. bekkjar fara í skólaferðalag innanlands í maí. Skólinn greiðir fyrir fararstjórn tveggja starfsmanna í fjóra daga.

Skipulag skólaferðalags miðast  alfarið við þá fjármuni sem til eru í ferðasjóði og skal kostnaður við ferðina ekki vera hærri en sjóðurinn getur greitt. Er þá átt við heildarkostnað við ferðir, fæði, gistingu og afþreyingu. Verði afgangur af ferðasjóði rennur hann til góðgerðarmála samkvæmt ákvörðun bekkjarins.

Nemendur í 10. bekk hefja söfnun í ferðasjóð að hausti. Söfnun þeirra lýkur nokkru fyrir skólaferðalagið að vori. Söfnunin er skipulögð í samstarfi nemenda, foreldra þeirra, ritara og umsjónarkennara sem heldur utan um framkvæmdina. Ekki er hægt að ráðstafa fjármunum úr ferðasjóði nema með samþykki og vitund umsjónarkennara, nemenda og foreldra.

Stjórn Foreldrafélags Hrafnagilsskóla skipa:

  • Hulda Rún Stefánsdóttir, formaður og áheyrnarfulltr. í skólanefnd
  • Stefanía Árdís Árnadóttir, ritari
  • Ester Ósk Hreinsdóttir, fulltrúi í skólaráði
  • Sigurður Kristinn Pálsson
  • Yairina Beatriz Z Rodriguez
  • Heimir Heiðarsson

Menntun og uppeldi er samvinnuverkefni skóla og heimila og því þarf samstarf að vera náið.

Sameiginleg verkefni skóla og heimila eru m.a.;

  námsstuðningur og hvatning,

  að rækta mannkosti svo sem ábyrgð, virðingu, góðvild, hugrekki og visku,

  að efla skilning á mikilvægi menntunar og skólastarfs,

  að hafa að leiðarljósi uppeldi þar sem meðalvegur er milli ofríkis og afskiptaleysis.

 

Með því að vinna sameiginlega að menntun og uppeldi á þennan hátt er stuðlað að vellíðan og þroska nemenda á jákvæðan hátt.

 

Að lágmarki hittast foreldrar og kennarar fjórum sinnum á vetri.

  Námskynning að hausti.

Foreldrastefnumót í september.

  Tvö foreldrasamtöl.

  Kynning nemenda á námsverkefnum eða uppskeruhátíðir nemenda.

 

Foreldrasamtöl eru tvisvar á skólaárinu. Það fyrra er í október og hið síðara í janúar. Samtölin eru að jafnaði 20 mínútur að lengd og skrá foreldrar sig sjálfir í samtöl inni á mentor.is. Þetta skólaár eru samtalsdagarnir á vorönn tveir og munu nemendur mæta annan daginn í foreldrasamtal en hinn daginn taka þeir þátt í skapandi skólastarfi sem verður skipulagt af list- og verkgreinakennurum. 

Á heimasíðu skólans er að finna skólanámskrána í heild og aðrar gagnlegar upplýsingar um skólastarfið. Einnig birtast þar fréttir og myndir úr skólastarfinu. Slóðin er http://www.krummi.is.

Námskynningar eru haldnar með foreldrum að lokinni skólasetningu. Þar eru áherslur í skólastarfi vetrarins kynntar. Á kynningunum velja foreldrar og forráðamenn tvo foreldrafulltrúa í hverjum bekk. Stjórn foreldrafélagsins boðar alla foreldrafulltrúa á sameiginlegan fund. Einnig eru foreldrafulltrúar tengiliðir umsjónarkennara við aðra foreldra og forráðamenn ef leita þarf aðstoðar við einstakar skemmtanir eða viðburði í skólalífinu.

Óskað verður eftir því við foreldra að þeir taki þátt í mati á skólastarfi m.a. með því að svara spurningum í gegnum vef annað hvort ár. Tilraunaverkefni eins og foreldrastefnumótin verða metin með sérstökum foreldrakönnunum. Í gæðaráði Hrafnagilsskóla situr fulltrúi foreldra.

Allir starfsmenn hafa netfang og eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að nýta sér þennan samskiptamáta. Umsjónarkennarar senda tölvupóst um skólastarfið að jafnaði vikulega. Stjórnendur senda fréttabréf tvisvar á önn. Foreldrar og forráðamenn geta ávallt hringt í skólann og beðið um samtal eða að skilaboðum sé komið til starfsmanna.

Veikindi og forföll skal tilkynna að morgni til skrifstofu skólans eða með því að senda veikindatilkynningu í gegnum Mentor. Jafnframt eru foreldrar beðnir um að láta skólabílstjóra vita. Þegar nemendur koma í skólann að nýju eftir veikindi þurfa þeir að hafa heilsu til að taka þátt í öllu skólastarfi samkvæmt stundaskrá og útiveru í frímínútum nema í sérstökum tilvikum.

Nemendaleyfi eru veitt til nauðsynlegra erinda en mælst er til þess að leyfisbeiðnum sé haldið í lágmarki. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að fara fram á þær óskir með góðum fyrirvara sé þess nokkur kostur. Foreldrar sækja skriflega um leyfi hjá skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra ef óskað er eftir leyfi meira en tvo daga, annars nægir að fá leyfi hjá umsjónarkennara eða ritara. Eyðublað fyrir óskir um leyfisveitingu er að finna á heimasíðu skólans www.krummi.is.

Í 15. grein grunnskólalaga frá 1. júlí 2008 er kveðið á um slík leyfi:

Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur.

Öllum er það nauðsynlegt að fá hressingu í skólanum og er þá annað hvort hægt að hafa með sér nesti eða vera í ávaxtaáskrift í skólanum. Nemendum á unglingastigi og miðstigi býðst að fá sér hafragraut einn dag í viku. Einnig stendur nemendum til boða að fá mjólk í skólanum.  Mikilvægt er að nesti að heiman sé hollt, t.d. smurt brauð, ávöxtur eða grænmeti. Kökur, sætt kex og sætir drykkir eru ekki leyfðir. Þó geta kennarar gert undantekningu á því við sérstök tilefni. Gosdrykkir og orkudrykkir eru aldrei leyfðir í skólanesti og ekki heldur sælgæti.

Skólahúsið er opið frá klukkan 7:45 og skólaliðar annast gæslu frá kl. 8:00 þar til kennsla hefst klukkan 8:15.

Sú meginregla er höfð að leiðarljósi að aflýsa ekki skólanum vegna veðurs og ófærðar. Þurfi hins vegar að fella niður skólahald vegna veðurs eða ófærðar er það tilkynnt á heimasíðu skólans www.krummi.is og tilkynning send foreldrum og forráðamönnum í gegnum Mentor. Upplýsingar eru lesnar inn á upplýsingasíma skólans 878-1603 um leið og upplýsingar berast inn á heimasíðuna.

Veður og færð getur verið mjög mismunandi í Eyjafjarðarsveit. Í hluta sveitarinnar getur verið ferðaveður á meðan ekki er um það að ræða annars staðar. Það er foreldra að meta hvort þeir sendi börn sín í skóla og eru þeir beðnir að tilkynna það ef þeir telja nauðsynlegt að halda börnunum heima.

Þurfi að senda nemendur fyrr heim vegna veðurs eða veðurspár er gengið úr skugga um að foreldrar nemenda fái vitneskju um það.

Nemendur fá öll námsgögn og allar námsbækur í skólanum foreldrum að kostnaðarlausu. Mikilvægt er að nemendur fari vel með allar bækur og öll námsgögn. Verkefnabækur fá nemendur til eignar en lesbækur eru notaðar á milli ára.

Hver bekkur hefur sína heimastofu, 8.-10. bekkur á neðri hæð íþróttahúss, 1.-4. bekkur í suðurálmu og 5.-7. bekkur í miðju hússins. Þar eru einnig skrifstofur, vinnurými kennara, kaffistofa starfsfólks, aðsetur hjúkrunarfræðings og textílmenntstofa. Á neðri hæð íþróttahúss er tölvustofa, myndmenntastofa, bókasafn og félagsmiðstöð unglinga. Að auki er kennt í íþróttahúsi og sundlaug. Tónmenntastofa og heimilisfræðistofa eru á jarðhæð í vesturálmu heimavistarhúss ásamt sérdeildinni Bjargeyju, frá Laugalandi og frístund. Smíðar eru kenndar í kjallara norðurálmu heimavistarhúss.

Leiksvæði nemenda er kringum skólahúsið. Þar eru leiktæki og boltavellir. Nemendum er óheimilt að fara út fyrir skólalóðina á skólatíma nema með leyfi eða í umsjón kennara.

Skrifstofa skólans er opin frá kl. 7:40-15:30 mánudaga til fimmtudaga en til kl. 14:30 á föstudögum.

Nemendur í 1.-7. bekk fara út í frímínútur daglega. Einnig fer kennsla stundum fram utandyra, ýmist á skólalóð eða í næsta nágrenni. Brýnt er að nemendur klæði sig eftir veðri hverju sinni þannig að þeir geti notið útivistarinnar í leik og námi. 

Ekið er skv. tímatöflu sem birt er á heimasíðu skólans. Bílstjórar hringja ekki heim ef nemandi er ekki kominn á réttum tíma að þjóðvegi og eru foreldrar hvattir til að láta bílstjórana vita ef um forföll er að ræða. Símanúmer hjá Sérleyfisbílum Akureyrar er 550-0700 en símanúmer allra bíla er að finna á tímatöflu á heimasíðu skólans www.krummi.is. Skólabílar bíða í 10 mínútur eftir að skóla lýkur.

Allir skólabílar eru með bílbelti og er nemendum skylt að nota þau.

Ef nemendur eiga að fara annað en heim og bætast við í skólabíl, þarf að hafa samband við bílstjóra eða skrifstofu SBA. Bílstjórum er ekki leyfilegt að taka fleiri farþega en þeir geta tekið í sæti í hverjum bíl.

Upplýsingar um akstur, veður og færi munu berast inn á upplýsingasíma skólans milli kl. 7:00 og 7:30 þá morgna sem tvísýnt er um veður og færð og tafir eru fyrirsjáanlegar á áætlun. Upplýsingasími skólans er 878-1603.

Frístund er starfrækt í Hrafnagilsskóla. Þar býðst nemendum í 1.-4. bekk að dvelja eftir skóla frá kl. 14:00 til kl. 16:00. Boðið er upp á síðdegishressingu í frístundinni. Foreldrar og forráðamenn geta valið um þrenns konar dvalartíma, tvo, þrjá eða fimm daga.

 

Ekki er dregið frá mánaðargjaldi þótt barn sé veikt eða í leyfi einhverja daga. Foreldrar og forráðamenn geta þó sótt sérstaklega um niðurfellingu gjalda ef veikindi vara lengur en 2 vikur samfellt. Greiðsluseðlar eru sendir út mánaðarlega.

Systkinaafsláttur er samtengdur milli leikskóla og frístundar. Til að njóta afsláttar þurfa börnin að vera skráð á kennitölu sama forráðamanns (greiðanda) og með sama lögheimili.

Starfsmenn frístundar eru: Arna Skaftadóttir, Heiða Rós Björnsdóttir, Alexander Örn Friðjónsson og Þorgerður Daníelsdóttir. Starfsfólk frístundar kemur börnum á íþróttaæfingar hjá U.m.f. Samherjum óski foreldrar og forráðamenn þess.

Afar mikilvægt er að tilkynna tímanlega til ritara tilfallandi breytingar á dvalartíma t.d. ef börnin eiga að koma heim strax að skóla loknum eða eru að fara í heimsókn til annarra barna.

Hægt er að breyta mánaðarlegri skráningu með því að senda tölvupóst á nanna@krummi.is fyrir 25. næsta mánuð á undan og tilgreina dvalartíma barnsins. Sé ekki haft samband er litið svo á að um óbreyttan tíma verði að ræða.

Hægt er að hafa samband við starfsmenn í síma 464-8103 og einnig er hægt að senda póst á nanna@krummi.is.

Dagatal í frístund 2024-2025

  1. ágúst – skólasetning, frístund lokuð.
  2. sept. – útivistardagur, frístund opin.
  3. okt. – foreldrasamtöl, frístund opin frá kl. 8:00-16:00 *
  4. okt. – starfsdagur, frístund lokuð.
  5. og 22. okt. – vetrarfrí, frístund lokuð.
  6. nóv. – starfsdagar, frístund lokuð.
  7. nóv. – Dagur íslenskrar tungu – frístund opin.
  8. des. – litlu jólin, frístund lokuð.
  9. des.- 1. jan., jólaleyfi, frístund lokuð.
  10. jan. – starfsdagur, frístund lokuð.
  11. og 28. jan. – foreldrasamtöl, frístund opin frá kl. 8:00-16:00 *
  12. mars – öskudagur, frístund lokuð.
  13. og 7. mars  – vetrarfrí, frístund lokuð.
  14. mars – útivistardagur, frístund opin.
  15.   – 21. apríl – páskaleyfi, frístund lokuð.
  16. apríl – starfsdagur, frístund lokuð.
  17. júní – síðasti skóladagur nemenda, frístund opin.

 

*Skrá þarf börn hjá starfsmönnum frístundar eða ritara þá daga sem eru stjörnumerktir og greitt er sérstaklega fyrir þá.

Nemendur bera sjálfir ábyrgð á fjármunum og persónulegum eigum sínum í skólanum. Þurfi nemendur að hafa peninga með sér í skólann eru þeir hvattir til að biðja kennara, skólaliða eða ritara að geyma þá fyrir sig og skilja aldrei eftir verðmæti í yfirhöfnum.

Notkun farsíma er nemendum óheimil í skólanum nema í sérstökum tilvikum. Ef símar eru notaðir í leyfisleysi á skólatíma verða þeir teknir í vörslu starfsfólks þar til skóladegi lýkur. Nemendur á miðstigi geta fengið að geyma síma í þar til gerðri körfu á skólatíma og nemendur á unglingastigi geta geymt síma í læstum skápum.

Nemendur geta hringt hjá ritara ef nauðsyn krefur og foreldrar geta jafnframt komið boðum til barna sinna hjá ritara.

Þegar nemendur fara í heimsóknir hver til annars eftir skóla, þurfa þeir að vera búnir að fá leyfi foreldra áður en þeir koma í skólann en ekki að ákveða með heimsóknir samdægurs. 

Áríðandi er að merkja vel skólatöskur, skó, föt, íþróttafatnað og handklæði. Óskilamunir eru geymdir í körfum á miðstigsgangi og eru foreldrar hvattir til að leita þar ef þeir sakna einhvers. Óskilamunir tengdir íþróttum eða sundi geta einnig verið í Íþróttamiðstöð.  

Nokkrum sinnum á ári eru óskilamunir lagðir fram til sýnis í skólanum s.s. þegar foreldrasamtöl eru, á Degi íslenskrar tungu og á skólaslitum.

Reynt er að útvega kennara í forföllum. Ekki er hægt að reikna með að það takist í öllum tilvikum, enda er fyrirvari oft skammur. Ef fella þarf niður kennslu hjá yngri nemendum og skólabílar aka fyrr heim er gengið úr skugga um hvort einhver sé heima áður en þeir eru sendir heim.

Hjúkrunarfræðingur skólans er Þorgerður Hauksdóttir.  Hún er við annan hvorn þriðjudag frá kl. 8:00 – 14:30  og alla föstudaga kl. 8:00 – 14:00.

Við móttöku nýrra nemenda er lögð áhersla á hlýjar móttökur og skýrar upplýsingar. Nemandinn og foreldrar eru boðuð í heimsókn í skólann áður en kennsla hefst. Við komu nýs nemanda í bekk er sérstaklega stuðlað að því að hann tengist öðrum nemendum og er þá m.a. einum eða fleiri nemendum falið það hlutverk að fylgja viðkomandi um skólann fyrstu dagana.

Nemendur í 1. bekk hitta elsta árgang á leikskólanum Krummakoti í nokkur skipti og vinna að fjölbreyttum verkefnum saman.

Foreldrum verðandi 1. bekkinga er boðið á kynningarfund í skólanum að vori.

Í öryggisráði sitja Ólöf Ása Benediktsdóttir skólastjóri, Davíð Ragnar Ágústsson umsjónarmaður Eignasjóðs og Tryggvi Jóhann Heimisson öryggisfulltrúi skólans.

Þeim ber m.a. að sjá til þess að rýmingaráætlun sé uppfærð og endurskoðuð og rýmingaræfing verði haldin a.m.k. einu sinni á ári.

Tónlistarskóli Eyjafjarðar

Í tónlistarskólanum er boðið upp á kennslu á flest öll algengustu hljóðfæri. Kennslufyrirkomulagið er með þeim hætti að nemendur sækja tónlistartíma á skólatíma og eru þá teknir út úr kennslustundum.

 

Tónleikar eru fastur þáttur í starfsemi tónlistarskólans og koma tónlistarnemendur auk þess reglulega fram á samverustundum.

 

Skólastjóri er Guðlaugur Viktorsson og aðstoðarskólastjóri Helga Kvam.

 

Sími skólans er 464 8110 og farsími skólastjóra er 898-0525.

Netfang skólans er te@krummi.is

 

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Hrafnagilsskóli er í góðu samstarfi við Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. Sameiginleg afnot eru af íþróttasal, búningsklefum og sundlaug. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar sér um gæslu í búningsklefum fyrir og eftir íþróttatíma og sund.

Forstöðumaður er Karl Jónsson itrottamidstod.forstodumadur@esveit.is

 

Ungmennafélagið Samherjar

Ungmennafélagið Samherjar sér um skipulagðar íþróttaæfingar og eru þær tímasettar í beinu framhaldi af skóladegi ef hægt er annars seinna að deginum. Reynt er að skapa samfelldan viðverutíma. Heimasíða Samherja er http://www.samherjar.is.

formaður Samherja er Svanhildur Ósk Ketilsdóttir.

 

Í 33. grein grunnskólalaga um tómstundastörf og lengda viðveru segir:

 

Í öllum grunnskólum skal nemendum gefinn kostur á að taka þátt í tómstunda- og félagsstarfi. Tómstunda- og félagsstarf getur bæði verið liður í daglegu starfi og utan venjulegs skólatíma. Sveitarstjórn getur enn fremur boðið grunnskólanemendum lengda viðveru utan daglegs kennslutíma.

 

Leikskólinn Krummakot

Flest börn sem hefja nám í 1. bekk Hrafnagilsskóla hafa verið í leikskólanum Krummakoti. Samstarf milli leik- og grunnskóla er mikilvægt bæði hvað varðar samfellu í námi og einnig til að nemendur verði sem best búnir undir að færast úr leikskóla í grunnskóla.

Samvinna skólanna felst einkum í því að nemendur á síðasta ári í leikskólanum og nemendur 1. bekkjar hittast reglulega og taka þátt í sameiginlegu starfi og leik. Stjórnendur skólanna, umsjónarkennari 1. bekkjar og leikskólakennarar skipuleggja samstarfið ár hvert. Nemendum er skipt í blandaða hópa sem fást við afmörkuð verkefni innan skólans, í leikskólanum og úti við í nágrenni skólanna. Jafnframt fá verðandi 1. bekkingar kynningu á húsakynnum skólans. Börn sem ekki eru í leikskólanum en eiga að hefja skólagöngu árið eftir eiga þess kost að taka þátt í þessu starfi.

Leikstjórastjóri er Erna Káradóttir.

Skipulag samstarfs leik- og grunnskóla 2024 – 2025

Október/ nóvember – nemendur 1. bekkjar fara í heimsókn í Krummakot og leika inni eða úti.

  1. nóvember – leikskólanemendum boðið á sýningu e.h. á Degi íslenskrar tungu.

Nóvember – nemendur 7. bekkjar hefja undirbúning fyrir upplestrarkeppnina. Þeir skiptast á að fara í leikskólann og lesa fyrir leikskólanemendur fram á vor.

Desember – nemendur 1. bekkjar og elstu leikskólabörnin skiptast á jólakortum.

Desember – nemendur 6. bekkjar aðstoða leikskólanemendur við jólaföndur í leikskólanum.

Janúar – samstarfsverkefni 1. bekkjar og elstu nemenda í leikskóla hefst.

Að vori – elstu leikskólanemendur fara í heimsóknir í Hrafnagilsskóla, m.a. fara þeir í hádegismat í mötuneyti, fara í frístund, tómstundahringekju og leika á skólalóðinni.

 

Framhaldsskólar

Reglulega fara fram kynningar á framhaldsskólum á svæðinu fyrir nemendur á unglingastigi. Nemendur 10. bekkjar  fara að vori  í heimsókn í Verkmenntaskólann á Akureyri og Menntaskólann á Akureyri. Í skólunum fá nemendur kynningu á skólastarfinu og ganga um skólabyggingarnar. Fulltrúar Menntaskólans á Laugum og Menntaskólans á Tröllaskaga halda reglulega kynningar á skólastarfi sínu á samverustund á unglingastigi.

 

Aðrir samstarfsaðilar

Slökkvilið Akureyrar kemur í desember með eldvarnarfræðslu í 3.bekk.

Hjálparsveitin Dalbjörg kemur að fræðslu um öryggismál. Einnig hefur hjálparsveitin fært nemendum endurskinsmerki á haustin.

Í gildi er samningur Eyjafjarðarsveitar við Akureyrarbæ um þjónustu og ráðgjöf við grunn- og leikskólann. Í honum felst sérkennslu- og sálfræðiráðgjöf vegna einstakra nemenda.  Í 40. grein grunnskólalaga segir: Sérfræðiþjónusta sér um að greining fari fram, skilar tillögu til skólastjóra um hvernig við skuli bregðast, fylgist með úrbótum og metur árangur.

Hverjum skóla er skylt að gera símenntunaráætlun. Tími til símenntunar markast af samningsbundnum 120 – 150 klst. á ári til endurmenntunar og undirbúnings kennara. Skipting þessa tíma getur verið mismunandi milli kennara, skóla og einnig milli ára.

Símenntun kennara má skipta í tvo megin þætti, annars vegar símenntun sem skólastjóri ákvarðar og hins vegar þá sem kennari metur æskilega eða nauðsynlega fyrir sig. Skólastjóri metur almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans, áhersluatriðum eða á grundvelli innra mats.

 

Skólaárið 2024 – 2025

 

Tölvur og upplýsingamennt/Eymennt. Skólinn er í samstarfi við nokkra aðra skóla um endurmenntun fyrir kennara og fékkst styrkur úr Endurmenntunarsjóði til að standa straum af kostnaði. Menntabúðir Eymennt um tölvu- og upplýsingamennt eru haldnar 2-3 sinnum yfir árið.

Skjánotkun, internetið, samfélagsmiðlar og tölvuleikir. Í kjölfar símafrís verður endurmenntun á vegum Skúla Braga Geirdal fyrir allt starfsfólk skólans. Hann fjallar um aldurstakmörk, þroska barna og unglinga og mikilvægi þess að fullorðnir séu við stjórnvölinn. Endurmenntun Skúla Braga snýr einnig að algóriðma, nýtingu tækninnar og mikilvægi fræðslu til nemenda um þetta málefni.

Utís Online ráðstefnan. Annað hvert ár stendur Yngvi Hrannar Ómarsson fyrir ráðstefnu á netinu um það sem efst er á baugi í skólastarfi. Hann leggur áherslu á að fá framúrskarandi fyrirlesara alls staðar að úr heiminum og er ráðstefnan því einstakt tækifæri til endurmenntunar fyrir kennara á Íslandi. Í skólanum er lögð áhersla á að hittast í skólanum og taka saman þátt í ráðstefnunni. Þannig myndast góður umræðugrundvöllur, ígrundun og sameiginleg þekking. Menning er fyrir góðri þátttöku í skólanum.

Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar fer með málefni Hrafnagilsskóla. Í nefndinni sitja fimm aðalfulltrúar skipaðir af sveitarstjórn. Þeim til viðbótar situr einn fulltrúi kennara grunnskólans og einn fulltrúi foreldra sem skipaður er af stjórn Foreldrafélags Hrafnagilsskóla. Áheyrnarfulltrúar leikskólans eru tveir þ.e. fulltrúi starfsfólks og fulltrúi Foreldrafélags Krummakots. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt.

 

Í skólanefnd sitja:

Anna Guðmundsdóttir formaður

Bjarki Ármann Oddsson

Hafdís Inga Haraldsdóttir

Sóley Kjerúlf Svansdóttir

Guðmundur Óskarsson

 

 

Auk þeirra starfar skólastjóri Ólöf Ása Benediktsdóttir með nefndinni. Fulltrúar kennara og foreldra leik- og grunnskóla hafa rétt til setu á skólanefndarfundum. Fulltrúi kennara Hrafnagilsskóla er Dagmar Þóra Sævarsdóttir og varamaður er Hjördís Óladóttir.

Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og er ráðið skipað 9 fulltrúum skólasamfélagsins. Hlutverk þess er að vera umsagnaraðili um starfsáætlanir skólans, koma að stefnumótun skólastarfsins og fylgjast með framkvæmd þess. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um meiriháttar breytingar sem fyrirhugaðar eru á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar.

 

Í skólaráði sitja:

Adda Bára Hreiðarsdóttir fulltrúi grenndarsamfélagsins

Benjamín Örn Davíðsson, fulltrúi foreldra

Páll Pálsson, kennari  

Ólöf Ása Benediktsdóttir,  skólastjóri

Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, kennari

Margrét B. Aradóttir, fulltrúi annars starfsfólks en kennara

Ester Ósk Hreinsdóttir fulltrúi Foreldrafélags Hrafnagilsskóla

Haukur Skúli Óttarsson, fulltrúi nemenda

Ólöf Milla Valsdóttir, fulltrúi nemenda

Mat á skólastarfi er liður í lögbundnu eftirlitsstarfi skóla og skólayfirvalda sem hefur þann tilgang að tryggja réttindi nemenda og stuðla að skólaumbótum.

Langtímaáætlun um innra mat nær til fimm ára og er birt á heimasíðu skólans.

Á skólaárinu 2024 – 2025 verða eftirfarandi áhersluatriði til skoðunar í innra mati. Áætlunin helst í hendur við áhersluþætti í skólaþróun hverju sinni.  

 

Matsáætlun skólaársins 2024-2025 skiptist í þrjá hluta:

I hluti – Stjórnun og fagleg forysta

  1. Fagleglegt samstarf og samvinna.
  2. Tengsl við foreldra og aðra í skólasamfélaginu.
  3.   Vinnulag, verklagsreglur og áætlanir.                  

II hluti – Nám og kennsla

  1. Árangur náms.
  2. Gæði kennslu.

 

III hluti – Innra mat

  1.   Skipulag.
  2.   Framkvæmd.
  3.   Umbætur.