Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
UNICEF-hreyfing til góðs

15.maí 2012|

Búið var að ráðgera að hafa áheitaverkefnið á morgun 16. maí en þar sem snjór er yfir öllu og veðurspá leiðinleg ætlum við að fresta verkefninu þangað til um miðja næstu viku. Við látum vita nánar þegar dagurinn er ákveðinn.

Vel heppnuð árshátíð hjá yngsta stigi

4.maí 2012|

Árshátíð yngsta stigs var haldin fimmtudaginn 3. maí í Laugarborg. Heppnaðist hún vel í alla staði, allir nemendur tóku þátt og réði litagleði sem og almenn ánægja för. Hér fylgja nokkrar myndir frá sýningunni.  

Enduðu í 1. og 2. sæti í stærðfræðikeppninni

4.maí 2012|

Lið 9. bekkjar sem þátt tók í BEST-stærðfræðikeppninni fékk 1. verðlaun fyrir bekkjarverkefnið með sólblómunum sem sjá má hér að neðan og lentu í 2. sæti í stærðfræðikeppninni sjálfri sem lauk núna um hádegið. Lið Hagaskóla sigraði með 23 stig en Hrafnagilsskóli fékk 22 stig. Í [Meira...]

9. bekkur í úrslit BEST-stærðfræðikeppninnar

4.maí 2012|

Nú stendur yfir lokahluti BEST-stærðfræðikeppninnar sem er haldin í Kópavogi 3. og 4. maí. Lið Hrafnagilsskóla er komið í úrslit keppninnar ásamt tveimur öðrum liðum og verða úrslit kunn um hádegið í dag. Þessi keppni er árviss og fá allir 9. bekkir landsins tækifæri til þátttöku. [Meira...]

Mikið af óskilamunum

24.apríl 2012|

Mikið hefur  safnast fyrir af óskilamunum í skólanum frá því um áramót. Á samverustund í morgun var öllum óskilamunum komið fyrir á einn stað fyrir allra augum í þeim tilgangi að vekja til umhugsunar hvernig við göngum um verðmæti okkar og eigur.  Foreldrar eru hvattir til [Meira...]

Go to Top