Aníta Jónsdóttir er fædd þann 2. nóvember 1969. Hún er íslenskukennari í Hrafnagilsskóla og umsjónarkennari 7. bekkjar. Aníta er einnig stigsstjóri miðstigs. [Meira…]
Undanfarna daga hefur mikið moldrok verið hér á svæðinu og í dag á fólk erfitt með að fara á milli húsa. Rykið smýgur inn um allar glufur og sundlaugin líkist vænum forarpolli. Börnin fara eingöngu út til að fara í mat en annars halda allir sig [Meira...]
Á UNICEF-deginum var mikil gleði og þátttaka góð í þrautunum. Nemendur söfnuðu áheitum og fá í framhaldinu greitt í samræmi við frammistöðuna í æfingunum. Hér má sjá nokkra áhugasama nemendur en hægt er að skoða fleiri myndir í myndabanka skólans.
Á morgun 24. maí verður áheitahreyfingin á skólalóðinni kl. 10 – 11:15.
Þær Aldís Lilja Sigurðardóttir og October Violet Ylfa Mitchell í 4. bekk sýndu nokkrar tilraunir á samverustund í morgun. Þær skutu m.a. lítilli eldflaug á loft með því að blanda saman ediki og matarsóda og framleiddu rafmagn með hjálp sítrónu og sinkplötu.
Í dag var sýnismöppudagur í skólanum hjá 1.-4. bekk, 6. og 8. bekk. Nemendur safna sýnishornum af verkefnum vetrarins og sýna þau foreldrum á þessum degi. Börnin sjá sjálf um að kynna verkefnin og í lokin skrifa foreldrar umsögn um barnið sem geymd er í möppunni. [Meira...]
