Í áheitahlaupinu í maí söfnuðu nemendur 137.809 krónum og hafa peningarnir verið lagðir inn á reikning UNICEF. Að auki var svo nokkur upphæð sem lögð var beint inn á reikninginn en við höfum ekki upplýsingar um. Við þökkum öllum sem tóku þátt og studdu verkefnið.
Skólasetning verður 22. ágúst kl. 10.00
Innkaupalistar fyrir skólaárið 2012-2013 eru komnir á netið. Hægt er að finna þá á síðunni Skoða innkaupalista
Hinn árlegi knattspyrnuleikur milli nemenda á unglingastigi og starfsmanna var haldinn í dag á Hrafnagilsvelli. Starfsmenn sigruðu 1-0 en þetta árið léku einungis karlar þar sem ekki var næg þátttaka hjá konunum.
Skólaslit Hrafnagilsskóla fara fram í íþróttahúsinu 1. júní kl. 20:00. Þeir sem eiga eftir að skila bókum skólans eða bókasafnsins eru beðnir að nota tækifærið og koma með þær með sér. Óskilamunir verða látnir liggja frammi og er fólk beðið að athuga hvort það á eitthvað [Meira...]
Við tókum viðtal við Selmu Dröfn Brynjarsdóttur en hún ásamt Katrínu Úlfarsdóttur voru með innkaupapokastöðina. Á meðan Selma var í viðtali var Katrín á fullu við að hjálpa krakkaormunum :) [Meira…]
