Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Unnið með efnivið skógarins

24.september 2012|

Nemendur hafa undanfarið unnið úr efniviði úr skóginum við Aldísarlund. Á meðfylgjandi myndum eru sýnishorn af tálgunarverkefnum sem þeir hafa unnið.

Íþróttakennsla komin í hús

17.september 2012|

Frá og með deginum í dag verða íþróttir kenndar innandyra. Nemendur þurfa því að koma með viðeigandi fatnað, íþróttaskó (nema nemendur í 1.-3. bekk sem eru skólausir í íþróttatímum) og handklæði því vitaskuld fara allir í sturtu eftir íþróttatíma  :-)

Dagur læsis

11.september 2012|

Föstudaginn 8. september var Dagur læsis. Í Hrafnagilsskóla voru sett saman bekkjapör þar sem eldri og yngri nemendur unnu saman á ýmsa vegu. Sem dæmi má taka að í 2. og 7. bekk sömdu nemendur tveir og tveir saman svokallaðar dótasögur. Það gekk mjög vel og [Meira...]

Símasambandslaust

10.september 2012|

Vegna rafmagnstruflana er símasambandslaust við Hrafnagilsskóla. Hægt er að ná í skólastjóra í síma 699-4209.

Fundur með foreldrum 8. bekkjar

7.september 2012|

Þriðjudagskvöldið 11. maí verður fundur með foreldrum nemenda í 8. bekk haldinn í stofu 16. Ingibjörg Auðunsdóttir starfsmaður hjá Háskólanum á Akureyri verður með á fundinum og kynnir vinnu sem er að fara af stað í bekknum um samskipti. Mjög áríðandi er að foreldrar allra barna [Meira...]

Go to Top