Aðalfundur foreldrafélags Hrafnagilsskóla fyrir skólaárið 2012-2013 verður haldinn í Hrafnagilsskóla miðvikudagskvöldið 10. október kl. 20. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu frambjóðendur í félagið verða kynntir og öðrum boðið að gefa kost á sér í stjórn. Því næst mun Kristín Elva Viðarsdóttir sálfræðingur og kennari flytja erindi [Meira...]
Hér eru myndir og myndbrot af samverustund í vikunni. Nemendur 4. bekkjar sungu og spiluðu lag frá Ástralíu undir umsjón Maríu Gunnarsdóttur tónmenntakennara. [Meira…]
Seinni hluta september fóru nemendur í veiðivali að veiða í Eyjafjarðaránni. Veðrið lék við hópinn þó nokkuð kalt væri í lofti. Sjö fiskar veiddust, mest af urriða.
http://www.simey.is/is/namskeid/namskeid-i-bodi/blodbad-i-barnaherberginu Á námskeiði sem SÍMEY í samstarfi við BT býður upp á og ber nafnið Blóðbað í barnaherberginu verður fjallað um áhrif óhóflegrar tölvunotkunar á unglinga og börn og þá sérstaklega áhrif ofbeldisleikja og þátttakendur fá að reyna tölvuleikina á eigin skinni.. Það fer fram laugardaginn [Meira...]
Vikuna 24.-28. september 2012 mun Iðjuþjálfafélagið standa fyrir Skólatöskudögum í samstarfi við Landlæknisembættið. Skólatöskudagar eru árlegur viðburður þar sem áhersla er lögð á forvarnir með því að leiðbeina um stillingar á skólatöskum fyrir hvert barn. Einnig eru töskurnar vigtaðar og fylgst með því að þær séu [Meira...]
Föstudaginn 28. september verður starfsdagur í Hrafnagilsskóla og því engin kennsla. Skólavistunin verður einnig lokuð þennan dag.
