Í gær héldu nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar tvenna tónleika í Hjartanu. Mjög gaman var að sjá hve öflugir nemendur eru þegar þeir koma fram og að fylgjast með framförum þeirra sem hafa stundað tónlistarnámið í nokkur ár. Meðfylgjandi myndir eru teknar á fyrri tónleikunum og sýna brot [Meira...]
Á þriðjudagskvöldið var matarkvöld í 9. bekk með indversku þema og heimatilbúinni Útsvarskeppni. Þetta var ánægjuleg kvöldstund, notaleg og afslöppuð enda voru krakkarnir alsælir. Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð! [Meira…]
Mánudaginn 29. október er vetrarfrí í Hrafnagilsskóla. Þá er skólinn lokaður og allir eiga frí þennan dag.
Nemendur 7. bekkjar verða væntanlega komnir í Hrafnagilsskóla milli 15:30 og 16:00 í dag.
%%wppa%% %%cover=2%%
Kæru foreldrar og forráðamenn. Eins og sagt var frá í síðasta föstudagspósti verður útivistardagur á morgun, miðvikudag. Lagt verður af stað kl. 8:45 eftir sameiginlega samverustund í íþróttahúsinu. Farið verður með rútum að Kristnesspítala og gengið þar upp eftir í gegnum skóginn, mislangt eftir aldri. Nemendur [Meira...]
