Vegna tæknilega örðugleika gátum við ekki sýnt myndband frá fréttastofunni miklu á Degi íslenskrar tungu í dag. Myndbandið var með úrvali frá þemadögunum. Í staðinn ætlum við að hafa nokkuð ítarlegri útgáfur. Hér koma nokkur myndbönd sem voru gerð á þemadögunum. Eitt fréttamyndband á eftir að [Meira...]
Í gær var lögð lokahönd á verkefni dags íslenskrar tungu. Nemendur hafa unnið ýmis verkefni tengt hrafninum síðustu daga. Meðal verkefna hafa nemendur fjallað um hrafninn, myndskreytt ljóð, gert leikmyndir og búninga fyrir leiklistarhópana sem eru þrír talsins. Þeir munu svo flytja fyrir ykkur leikrit tengt [Meira...]
Á þemadögum baka nemendur kökur. Kökurnar verða síðan borðaðar í nestinu á föstudag í tilefni Dags íslenskrar tungu. Fréttamenn: Guðrún og Katrín, 7. bekk. %%wppa%% %%album=7%%
Jón Hlöðver Áskelsson samdi lag sem hann gaf skólanum. Ákveðið var að nota lagið á Degi íslenskrar tungu og fá nemendur til að taka þátt í að semja texta við lagið. Nemendur allra bekkja bjuggu til eina krossglímu úr orðinu hrafn. Þær voru síðan sendar til Sveins Rúnars Sigmundssonar [Meira...]
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og rafbókaveitan Emma.is hafa gefið grunnskólabörnum aðgang að 8 rafbókum eftir Þorgrím til frjálsra afnota og lestrar á rafrænu formi. Markmið þeirra er að hvetja börn og unglinga til aukins lestrar. Jafnframt efna þeir til samkeppni um nýja bókarkápur á 6 bókanna. Bækurnar [Meira...]
Föstudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans. Nemendur skólans munu flytja atriði í tali og tónum tengd þema dagsins sem að þessu sinni er hrafninn. Einnig munu nemendur 7. bekkjar minnast þjóðarskáldsins Jónasar Hallgrímssonar, með [Meira...]
