Árshátíð unglingastigsins var haldin 1. febrúar með pompi og prakt. Nemendur lögðu nótt við dag og afraksturinn var glæsilega leiksýningin Gauragangur í styttri útgáfu. Eftir leiksýninguna var boðið upp á kaffi og bakkelsi og síðan var dansað fram á nótt. Hér má sjá myndir sem Eyþór [Meira...]
Í dag var Inga Lóa Birgisdóttir gestakokkur í mötuneytinu okkar. Hún kom í morgun á samverustund hjá 1. – 7. bekk og ræddi við nemendur um mikilvægi þess að neyta daglega grænmetis. Síðan kynnti hún matseðil dagsins sem var hnetusteik með stöppu úr sætum kartöflum og [Meira...]
Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 1. febrúar n.k. Hún hefst kl. 20.00 og stendur til kl. 23.30. Ekið er heim að balli loknu. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sýna stytta útgáfu af söngleiknum Gauragangi og kennarar á unglingastigi leikstýra. Auk þess að [Meira...]
Á samverustundum í morgun var tefld hraðskák í tilefni þess að Skákdagur Íslands er á morgun 26. janúar. Rúnar Ísleifsson skákmaður og foreldri kom í skólann og tefldi fyrst við Laufeyju Hreiðarsdóttur kennarar og síðan við Örn Ævarsson nemanda í 10. bekk. Skákdagur Íslands er haldinn [Meira...]
Eftir áramót hafa nemendur 7. bekkjar farið til skiptis í heimsókn í leikskólann Krummakot og lesið fyrir börnin þar. Bæði eldri og yngri hafa gaman af og er þetta líka liður í æfingum nemenda fyrir Stóru upplestrarkeppnina. Á meðfylgjandi myndum sjást þeir Jóhann og Tristan lesa.
Foreldrafélagið og bekkjarfulltrúar þakkar góðar þátttöku í jólaföndri og jólakortakvöldi Yngsta- og miðstigs. Foreldrar og börn áttu góðar stundir saman við föndur.Bauð Foreldrafélagið upp á heitt súkkulaði en komu veitingar að heiman. Foreldrafélagið vill minna á að fyrirlestur er fyrirhugaður í febrúar-mars. Óskum öllum gleðilegs árs [Meira...]
