Stóra upplestrarkeppnin í Hrafnagilsskóla fór fram miðvikudaginn 6. mars. Nemendur lásu texta úr bókinni Lúsastríðið eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Einnig lásu nemendur ljóð sem þeir völdu sér. Dómnefnd skipuðu María Gunnarsdóttir, Valgerður Schiöth og Sveinn Sigmundsson. Miðvikudaginn 13. mars verður lokakeppnin haldin í Valsársskóla þar sem fulltrúar [Meira...]
Skólabíllinn festist á leiðinni frameftir við brúna yfir Þverá. Verið er að moka hann lausan.
Vegna veðurútlits hefur skíðaferðinni, sem vera átti á morgun, verið frestað. Við stefnum að því að gera aðra tilraun fimmtudaginn 14. mars og vonumst eftir góðu veðri þá :-)
Fyrirhugaðri útivistarferð í Hlíðarfjall hefur verið frestað vegna veðurútlits til fimmtudagsins 14. mars.
Einu sinni í mánuði koma allir nemendur skólans saman á sameiginlegri samverustund. Á þriðjudaginn 26. febrúar. sáu nemendur í 1. og 10. bekk um sameiginlegt atriði. Nemendur 10. bekkjar rifjuðu upp kunnáttu sína á blokkflautur og saman spiluðu þau lagið, Blokkingarnir. Hér má sjá upptöku af [Meira...]
Þegar snjó fór að leysa af gangstéttum í kringum skólann síðustu daga kom í ljós að tyggjókúlur lágu hér og þar.Okkur finnst þetta vera sóðalegt og ekki til prýði og jafnvel til skaða fyrir smáfuglana sem láta glepjast og halda að þarna liggi brauðmolar. Eftir að [Meira...]
