Hrafnagilsskóli er enn á ný kominn í úrslit í BEST á Íslandi en það er stærðfræðikeppni ætluð 9. bekkjum á Íslandi. Sigurvegarinn keppir svo til úrslita við sigurskóla frá öðrum Norðurlöndum um norrænan sigur. Næsti áfangi í keppninni er að útbúa verkefni um þema keppninnar í [Meira...]
Nú um mánaðamótin fóru Jóhanna Dögg Stefánsdóttir umsjónarkennari 3. bekkjar og Óðinn Ásgeirsson kennari á unglingastigi í fæðingarorlof. Þóra Víkingsdóttir kennari í sérdeild og Guðný Björk Hallgrímsdóttir þroskaþjálfi verða í sjúkraleyfi út skólaárið. Elva Díana Davíðsdóttir var ráðin til að leysa Jóhönnu af og Sigrún Ásdís [Meira...]
Um leið og við óskum nemendum og foreldrum ánægjulegrar páskahátíðar, viljum við minna á að 2. apríl er samstarfsdagur starfsmanna og kennsla hefst því samkvæmt stundaskrá þann 3. apríl. Skólastjórnendur
Síðustu vikur hafa nemendur 3. bekkjar sökkt sér ofan í norræna goðafræði og unnið stórt verkefni sem var kallað Goðheimar. Í lokin buðu þau foreldrum á kynningu sem mæltist vel fyrir. Meðfylgjandi myndir sýna brot af verkefnavinnunni.
Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, fimmtudaginn 21. mars og hefst kl. 20:00. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýna frumsamda leikritið Líf og fjör á Krummahlíð eftir Ingibjörgu Maríu Aadnegard og Maríu Gunnarsdóttur. Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og Elín [Meira...]
Á morgun, fimmtudaginn 14. mars verður farið í skíðaferð í Hlíðarfjall. Við áætlum að fara héðan frá skólanum kl. 8:30, úr fjallinu kl. 13:00 og verða þá allir nemendur keyrðir heim á sama tíma. Skólavistunin verður á sínum stað að lokinni skíðaferðinni en foreldrar vistunarbarna eru [Meira...]
