Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
UNICEF-hreyfing á föstudaginn 10. maí

7.maí 2013|

Næstkomandi föstudag tökum við þátt í UNICEF-hreyfingunni til að styrkja starf UNICEF – barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Nemendur fengu kynningu á verkefninu í dag og munu safna áheitum næstu daga. Frekari upplýsingar er að finna á meðfylgjandi heimasíðum: http://www.unicef.is/files/file/Fraedsluefni%20UNICEF-hreyfingin/Kynningarbaeklingur2013.pdf http://www.unicef.is/files/file/Fraedsluefni%20UNICEF-hreyfingin/Framkvaemdarbaeklingur2013.pdf Í síðarnefnda bæklingnum eru góðar upplýsingar og [Meira...]

9. bekkur í lokaúrslit

7.maí 2013|

Fulltrúar 9. bekkjar í úrslitum BEST-stærðfræðikeppninnar eru komnir í þriggja liða lokakeppnina. Keppninni lýkur síðdegis og við bíðum spennt eftir niðustöðunni. Til mikils er að vinna því að sigurliðið verður fulltrúi Íslands í norrænni stærðfræðikeppni nú í vor. En sama hvernig fer er þetta frábær árangur [Meira...]

Góðir gestir á samverustund

6.maí 2013|

Í morgun komu þau Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Eldjárn Hjartarson frá Tjörn í heimsókn á samverustundina hjá 1. – 7. bekk. Þau glöddu okkur með söng og gítarspili og í lokin sungu allir með þeim eitt lag.

Fjöruferð á morgun

6.maí 2013|

Á morgun verður farið í fjöru með nemendur yngsta stigs. Lagt verður af stað frá skóla kl. 9 og komið til baka kl. 12. Mikilvægt er að allir séu vel klæddir svo að engum verði kalt og stígvél eru heppilegasta skótauið. Að vera í pollabuxum og [Meira...]

Íslenski fáninn

22.apríl 2013|

Í dag fengu nemendur í 2. bekk íslenska fánann að gjöf frá Skátahreyfingunni. Af því tilefni var tekin mynd af hópnum sem mættur var í dag og fylgir hún hér með.

Árshátíð yngsta stigs

17.apríl 2013|

Þriðjudaginn 23. apríl verður árshátíð yngsta stigs haldin í Laugarborg. Hún hefst kl. 14:00 og lýkur kl. 16:00. Þema hátíðarinnar er indíánar og verður söngleikurinn um Litlu-Ljót fluttur. Miðaverð er 1200 kr. fyrir fullorðna og 600 fyrir börn á grunnskólaaldri. Frítt er fyrir yngri börn. Veitingar [Meira...]

Go to Top