Á morgun miðvikudaginn 11. september er útivistardagur í Hrafnagilsskóla. Allir nemendur skólans fara í gönguferðir. Skólabílar aka nemendum yngsta stigs (1.- 4. bekkjar) að bænum Ytri-Tjörnum. Þaðan ganga þeir upp að Drangi og síðan til baka að skólanum. Nemendur á mið- og unglingastigi hafa um tvær [Meira...]
Foreldrum nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla er boðið á kynningu í skólann föstudaginn 6. september kl. 08:45. Foreldrar eru hvattir til að koma á samverustund sem byrjar kl. 08:15 í miðrými skólans, Hjartanu, áður en kynningin hefst. Á kynningunni verður farið yfir sýn og stefnu skólans, agastefnuna Jákvæðan aga og fleira sem [Meira...]
Fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 13:00 verður Hrafnagilsskóli settur. Nemendur mæta í bekkjarstofur og ganga með umsjónarkennurum inn í íþróttasal. Eftir skólasetninguna verða námskynningar inni í bekkjarstofum. Ætlast er til að foreldrar eða forráðamenn mæti með börnum sínum og hlusti á námskynningarnar. [Meira…]
Innkaupalistar fyrir skólaárið 2013-2014 [Meira…]
Skóladagatal fyrir skólaárið 2013-2014 er komið á heimasíðuna. Hægt er að nálgast það með því að smella á tengilinn hér að neðan. Skóladagatal fyrir skólaárið 2013-2014
Skólaslit Hrafnagilsskóla verða í íþróttahúsi skólans kl. 14:00 í dag.
