Í gær komu slökkviliðsmenn á Akureyri í heimsókn og fræddu nemendur í 3. bekk um brunavarnir. Að því loknu var farið út með þeim og slökkvibíllinn skoðaður í krók og kring.
Um þessar mundir á Tónlistarskóli Eyjafjarðar 25 ára afmæli. Haldið var upp á afmælið með allsherjar afmælistónleikaviku. Nemendur skólans komu fram á samverustundum og spiluðu á hljóðfæri. Hér má sjá myndir frá tónleikunum.
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur 15. nóvember þetta árið. Boðið var til dagskrár í íþróttasalnum klukkan 13:00 þar sem nemendur komu fram, lásu upp, dönsuðu og sungu. Sagt var frá vinnu á þemadögum þar sem unnið var út frá þemanu, heilbrigði og velferð. Hér má [Meira...]
Nemendur í öllum bekkjum Hrafnagilsskóla hafa verið í danskennslu undanfarna daga. Kara frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru hefur kennt þeim hina ýmsu dansa og verður afraksturinn sýndur á danssýningu föstudaginn 22. nóvember. Sýningin hefst kl. 13:20 og stendur til kl. 14:00. Allir hjartanlega velkomnir.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]
Kæru sveitungar Við nemendur í 10. bekk erum að selja sundpoka. Hægt er að hafa þá ómerkta og kosta þeir þá 1.900 kr. en nafnmerktir kosta þeir 2.200 kr. Pokarnir fást í svörtu, appelsínugulu, fjólubláu, lillabláu og kiwi grænu. Við reynum að fara sem víðast um [Meira...]
Nýlega bárust einkunnir í samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk. ÞAr sem prófin eru ekki stöðluð eru einkunnir milli ára ekki samanburðarhæfar. Þess í stað er reiknuð út samræmd einkunn sem gerir slíkan samanburð mögulegan. Meðaltal samræmdrar einkunnar er 30. Hér [Meira...]
