Síðastliðinn föstudag var haldin söngkeppni á Akureyri. Þetta er undankeppni fyrir stóru söngkeppnina sem haldin er fyrir sunnan og ber nafnið SamFestingur. Fyrir hönd Hyldýpisins kepptu þeir Birkir Blær Óðinsson, Elmar Blær Arnarsson, Haukur Sindri Karlsson og Þorlákur Már Aðalsteinsson. Stóðu þeir sig með mikilli prýði, [Meira...]
Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 31. janúar n.k. Hún hefst kl. 20.00 og stendur til kl. 23.30. Ekið er heim að balli loknu. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sýna stytta útgáfu af söngleiknum Grease og kennarar á unglingastigi leikstýra. Auk þess að [Meira...]
Á morgun föstudaginn 20. desember verða litlu jólin í Hrafnagilsskóla frá klukkan 10:00 - 12:00. Skólabílar sækja nemendur um tveimur klukkustundum og tíu mínútum seinna en á venjulegum skóladegi og ekið heim að skemmtun lokinni. Frístund er lokuð á morgun. Eftir litlu jólin hefst jólafrí og [Meira...]
Starfsáætlun Hrafnagilsskóla er komin á netið. Hægt er að nálgast hana hér. Starfsáætlun 2013-2014
Hrafnagilsskóli hefur undanfarin ár staðið fyrir söfnun fyrir eitthvert gott málefni í desember. Það eru fulltrúar nemenda á unglingastigi sem skipuleggja söfnunina og velja málefnið. Í ár verður stúlknaathvarf í Bólivíu styrkt í annað skipti en í fyrra söfnuðust rúmar fjörtíu þúsund krónur sem dugði [Meira...]
Nemendum 3. bekkjar var boðið að koma á Minjasafnið á Akureyri s.l. þriðjudag. Börnin fengu þar að fræðast um ýmislegt sem tengdist jólahaldi í gamla daga, hvernig fólk skreytti hýbýli sín, hvaða störf voru unnin í desember. Nemendur fengu líka að heyra nöfn sem notuð voru áður [Meira...]
