Í dag klukkan 13:00 keppa fulltrúar Hrafnagilskóla í Skólahreysti sem er íþróttakeppni grunnskóla á Íslandi. Keppt er m.a. í þrautabraut, upphífingum og armbeygjum. Fulltrúar Hrafnagilsskóla eru Rebekka Garðarsdóttir, Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir, Guðmundur Smári Daníelsson og Ragnar Ágúst Bergmann Sveinsson. Nemendur og kennarar á unglingastigi fara með [Meira...]
Sökum hvassviðris er skíðaferðinni aflýst. Stefnt er að því að fara eftir viku. Það er því venjulegur skóladagur í dag.
Mikið var um dýrðir á sprengidagshátíð grunnskólans. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni. Hér má sjá myndir frá hátíðinni.
Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, fimmtudaginn 27. febrúar og hefst kl. 20:00. Boðið verður upp á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar og nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýna stytta útgáfu af söngleiknum Bugsy Malone. Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og [Meira...]
Upplestrarkeppni Hrafnagilsskóla var haldin miðvikudaginn 12. febrúar. Þar eru valdir tveir aðalfulltrúar og tveir til vara fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem fram fer 13. mars í Þelamerkurskóla. Nemendur 7. bekkjar stóðu sig afar vel og erfitt var að velja á milli þeirra. Kolbrá Brynjarsdóttir og Sæunn Emilia [Meira...]
Föstudaginn 31. janúar var árshátíð unglingastigsins. Nemendur í 8. – 10. bekk sýndu söngleikinn Grease. Kennarar leikstýrðu en nemendur sáu um söng, dans, búninga, leikmynd, förðun og tæknivinnu auk þess að leika. Hér má sjá myndir frá söngleiknum.
