Úrslit liggja fyrir í BEST-stærðfræðikeppninni. Líkt og í fyrra sigraði bekkjarverkefni Hrafnagilsskóla. Samanlagt endaði bekkurinn í 2. sæti. Til hamingju með frábæran árangur 9. bekkur.
Árshátíð yngsta stigs Hrafnagilsskóla var haldin þriðjudaginn 1. apríl. Í upphafi fluttu nemendur 4. bekkjar tónlistaratriði en í vetur hafa þeir æft á hljóðfæri í forskóla Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Flutt var lagið Love me tender sem Elvis Presley gerði frægt. Síðan tók við stytt útgáfa af leikritinu [Meira...]
Hátíðin verður haldin í Laugarborg þriðjudaginn 1. apríl frá klukkan 14:00—16:00. Tónlistaratriði verður í flutningi 4. bekkjar. Nemendur flytja stytta útgáfu af leikritinu um Ronju ræningjadóttur. Að loknum skemmtiatriðum verður dansað. Aðgangseyrir er 600 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri en 1.200 kr. fyrir eldri. Frítt er [Meira...]
Vikuna 24. – 28. mars fluttu nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðarsveitar tónlist á samverustundunum. Við þökkum nemendum og kennurum þeirra fyrir skemmtilega og fjölbreytta tónleika.
Á morgun þriðjudaginn 18. mars er stefnt að skíðaferð í Hlíðarfjall. Spáð er ágætis veðri og við vonum að það standist. Það getur orðið kalt í fjallinu og nemendur verða að vera vel klæddir. Ef fresta þarf ferðinni verða upplýsingar settar um það inn á heimasíðu [Meira...]
Í gær keppti Hrafnagilskóli í Skólahreysti sem er íþróttakeppni grunnskóla á Íslandi. Keppt var í þrautabraut, upphífingum og armbeygjum. Fulltrúar Hrafnagilsskóla voru þau Rebekka Garðarsdóttir, Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir, Guðmundur Smári Daníelsson og Ragnar Ágúst Bergmann Sveinsson. Árangur þeirra var afar góður og höfnuðu þau í 2. [Meira...]
