Fannar Smári Sindrason Á undanförnum mánuðum og árum hefur mikið verið rætt um umhverfisvæna bíla. Þegar talað er um umhverfisvæna bíla, kemur fyrst upp í hugann metan og rafmagn. Í Þessari grein verður eingöngu fjallað um metangas og metanbíla. Metangas Hægt [Meira...]
Nú stendur yfir þemavika í Hrafnagilsskóla og þemað þetta ár er jafnrétti. Nemendur fá að velja sér ákveðnar stöðvar með ákveðnu viðfangsefni og vinna skemmtileg og fjölbreytt verkefni út frá því. Krakkarnir á yngsta stigi vinna allir saman í blönduðum hópum og það gera krakkarnir einnig [Meira...]
Föstudaginn 14. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 14:45. Nemendur munu flytja atriði í tali og tónum tengd þema dagsins sem að þessu sinni er jafnrétti. Einnig munu nemendur 7. bekkjar minnast [Meira...]
Í Eyjafjarðarsveit eru margir áhugaverðir staðir til að skoða. Ég fór og keyrði smá hring um Eyjafjarðarsveit og skoðaði nokkra staðina. Fyrsta stopp var Álfagallerýið. Álfagallerýið er stofnað af nokkrum handverkskonum. Í Álfagallerýinu er hægt að kaupa t.d. ullarpeysur, húfur, vettlinga og allskyns glerhluti og skart [Meira...]
Kæru foreldrar og forráðamenn. Við minnum á starfsdaga Hrafnagilsskóla fimmtudaginn 30. okt. og föstudaginn 31. okt. Starfsfólk skólans fer flest suður á land og heimsækir skóla þar. Frístundin er lokuð þessa daga.
Allir nemendur 4. bekkjar læra á hljóðfæri í forskóla hjá Tónlistarskóla Eyjafjarðarsveitar. Þar ráða ríkjum Jakub Kolosowski og Eiríkur Stephensen. Á samverustund í vikunni mátti sjá afrakstur af æfingum haustsins þegar ,,þungarokkshljómsveitin Barbie“ flutti lagið Krummi svaf í klettagjá. Meðfylgjandi myndir voru teknar á samverustundinni.
