Haldin verður sprengidagsskemmtun í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 17. febrúar 2015 frá kl. 13:30-15:45. Skólabílar keyra nemendur heim að skemmtun lokinni. Sjoppan verður opin og nemendur í 9. bekk selja þar pítsur, sælgæti, svala og gos. Dæmi um verð í sjoppunni; pítsusneið 350 kr. gos 250 kr. svali [Meira...]
Hér kemur ritgerð Sigrúnar Heklu en á dögunum efndi Lions hreyfingin til alþjóðlegrar ritgerðarsamkeppnis meðal blindra og sjónskertra ungmenna á aldrinum 11 til 13 ára. Sigrún Hekla sem er í 7. bekk fékk 1. verðlaun á Íslandi. Friður, ást og skilningur Ég heiti Sigrún [Meira...]
Á dögunum efndi Lions hreyfingin til alþjóðlegrar ritgerðarsamkeppnis meðal blindra og sjónskertra ungmenna á aldrinum 11 til 13 ára. Sigrún Hekla Sigmundsdóttir nemandi í 7. bekk Hrafnagilsskóla fékk 1. verðlaun á Íslandi. Athöfnin fór fram á samverustund skólans miðvikudaginn 11. febrúar og komu fulltrúar Lions á [Meira...]
Mynd fengin frá: http://is.wikipedia.org Íslenski hesturinn Hrossasmölun fer fram ár hvert í Eyjafjarðarsveit. Hrossin eru sett upp á dal yfirleitt í kringum miðjan júní og eru sótt að hausti. Þá fara reiðmenn upp á fjöll og inn á dali og smala. Í kringum allt [Meira...]
Enn er mikil hálka og hvassviðri hér í Eyjafirði. Skólabíll á leið 6 (Hvassafell, Litli-Garður, Mikligarður, Möðrufell, Ytra-fell og Finnastaðir) nær ekki að keyra sína leið núna að morgni. Aðrir skólabílar fara af stað.
Vegna hálku og hvassviðris ná skólabílarnir ekki að keyra lengra suður en að Sólgarði núna í morgunsárið. Það á við um leið 6, leið 5 (að hluta) og leið 4 (að hluta). Foreldrar geta fengið nánari upplýsingar hjá bílstjórum eða ritara skólans upp úr kl. 7:30.
