Jákvæður skólabragur og jákvætt uppeldi Í október býður Hrafnagilsskóli og leikskólinn Krummakot foreldrum upp á uppeldisnámsskeið þar sem verkfæri Jákvæðs aga og undirstöður þeirrar uppeldisaðferðar eru kenndar. Aníta Jónsdóttir og Inga Huld Pálsdóttir munu sjá um námskeiðið en þær hafa báðar menntað sig í þessum [Meira...]
Kynningarfundur á Bókasafni Eyjafjarðarsveitar Miðvikudaginn 23. september verður kynningarfundur kl. 20:00 fyrir foreldra nemenda á unglingastigi og aðra áhugasama. Kennarar á unglingastigi munu kynna breyttar áherslur í íslenskukennslu á unglingastigi og vinnustundir sem er nýleg kennsluaðferð í Hrafnagilsskóla. Erindi frá kennurum standa yfir í 40-50 [Meira...]
Þriðjudaginn 15. september ætlum við til gamans að hafa slaufudag í skólanum. Þeir nemendur sem vilja taka þátt mega koma með slaufu um háls, í hár eða hvar sem hver vill.
Miðvikudaginn 3. september var útivistardagur í Hrafnagilsskóla. Nemendur yngsta stigs fóru í Leyningshóla og nemendur unglingastigs gengu á Hólafjall. Nemendur á miðstigi völdu á milli þessara tveggja kosta. Það er skemmst frá því að segja að allir sem fóru á Hólafjallið komust upp á brún og [Meira...]
Síðustu daga hefur umfjöllun fjölmiðla beinst að lestrarkennslu í skólum og þar hefur kennsluaðferðin Byrjendalæsi meðal annars verið gagnrýnd. Við í Hrafnagilsskóla nýtum þessa aðferð og höfum gert með góðum árangri frá árinu 2008. Sá samanburður sem umfjöllunin byggir á er útkoma á lesskilningshluta samræmdra prófa [Meira...]
Innkaupalistar fyrir skólaárið 2015-2016 1. bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur Miðstig Unglingastig
