Eftir áramót hafa krakkarnir í 9. bekk verið í samvinnuverkefni með nemendum frá Frakklandi, Spáni, Grikklandi og Ítalíu. Verkefnið er í gegnum Etwinning en það er skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk ásamt því að taka [Meira...]
Nú er hægt að horfa á árshátíð unglingastigs á youtube. Árshátíðin er í fjórum hlutum sem spilast sjálfkrafa ef smellt er á myndskeiðið hér að neðan. Ef það virkar ekki smellið hér. https://www.youtube.com/playlist?list=PL4JKvOhsTjK1cnVLA_jufoJVT_dv9Uo8l
Föstudaginn 22. janúar var árshátið unglingastigs haldin í Laugarborg. Að þessu sinni sýndu nemendur stytta útgáfu af söngleiknum Mamma mia og er óhætt að segja að frábærlega hafi tekist til. Þar sýndu nemendur hvað í þeim býr, sungu, dönsuðu, léku, sáu um sviðsmynd, tæknimál, búninga, skreytingar, leikskrá o.fl. Áður [Meira...]
Nú er undirbúningur á lokastigi fyrir árshátíð unglingastigs en hún fer fram á morgun föstudaginn 22. janúar. Eins og fram hefur komið er söngleikurinn Mamma Mia sýndur og er óhætt að lofa góðri sýningu. https://youtu.be/3fDN905yI2A
Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 22. janúar n.k. Hún hefst kl. 20.00 og stendur til kl. 23.30. Ekið er heim að balli loknu. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sýna stytta útgáfu af söngleiknum ,,MAMMA MIA“ og kennarar á unglingastigi leikstýra. Auk þess [Meira...]
Nú er undirbúningur á fullu fyrir árshátíð unglingastigs en hún fer fram föstudaginn 22. janúar næst komandi. Að þessu sinni verður söngleikurinn Mamma Mia sýndur og er óhætt að lofa góðri sýningu. Af þessu tilefni gerðu nokkrir nemendur stutta heimildarmynd um sviðsetningu söngleiksins góða. https://youtu.be/Io8WceO08BY
