Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Flöskuflipp í Hrafnagilsskóla

4.nóvember 2016|

  Síðustu daga hefur hópur nemenda á unglingastigi ásamt Heiðari Ríkharðssyni kennara staðið fyrir flöskuflippkeppni. Í öllum bekkjum og meðal starfsfólks fór fram útsláttarkeppni og eftir stóðu kóngur og drottning í hverjum hópi nema í 4. bekk, þar sem enga drottningu er að finna. Föstudaginn 4. [Meira...]

Forritun í Hrafnagilsskóla

4.nóvember 2016|

Nemendum í 6. og 7. bekk voru í þessari viku afhentar microbit tölvur. Það er liður í átaksverkefni sem ráðist hefur verið í til að efla forritunarkennslu í grunnskólum á Íslandi. Verkefnið er samstarf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Menntamálastofnunar, RÚV, Samtaka iðnaðarins og fyrirtækja sem samtökunum tengjast. [Meira...]

Bangsadagur í Hrafnagilsskóla

31.október 2016|

27. október ár hvert er alþjóðlegur bangsadagur. Í mörg ár hefur bókasafnskennari Hrafnagilsskóla hún Margrét Aradóttir haldið uppi heiðri bangsanna og minnt okkur hin á bangsadaginn með því að fylla bókasafnið af böngsum í öllum stærðum og gerðum. Einnig hefur hún í tilefni af bangsadeginum stillt [Meira...]

Hrafnagilsskóli í krakkafréttum á RUV

26.október 2016|

Fimmtudaginn 20. október birtist myndbrot frá Hrafnagilsskóla í krakkafréttum í Ríkissjónvarpinu. Í myndbrotinu svara nokkrir nemendur spurningunni  ,,af hverju er gott að fá að kjósa?" Síðan skoraði allur nemendahópurinn á Árskóla á Sauðárkróki að svara næstu spurningu. Hér má finna slóðina á krakkafréttir http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/krakkafrettir/20161020

Ljósmyndamaraþon á unglingastigi

21.október 2016|

Í vinnustund á unglingastigi í vikunni var ljósmyndamaraþon. Nemendum var skipt í aldursblandaða hópa og áttu þeir að taka myndir sem lýstu ákveðnum hugtökum. Hugtökin voru m.a. fegurð, jafnrétti, fjölmenning, reiði, þríhyrningur o.s.frv. Allir hópar áttu að senda myndirnar í möppu inni á ,,google-classroom“. Myndir úr [Meira...]

Myndlist í tómstundahringekju

20.október 2016|

Í tómstundahringekjunni á mánudögum hafa krakkarnir á yngsta stigi verið að mála myndir í föndurtímanum hjá Ingu Ó. stuðningsfulltrúa. Núna er búið að hengja þær upp til sýnis í Hjartanu og geta foreldrar og aðrir komið við í Hrafnagilsskóla og litið á ;) Þemað var náttúra [Meira...]

Go to Top