Þann 1. desember hlaut Hrafnagilsskóli styrk til kaupa á einu Lego Mindstorm vélmenni úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA. Vélmennið er notað í svokölluðu Legovali þar sem nemendur unglingastigs hanna vélmenni, forrita það og leysa með því ýmsar þrautir. Við þökkum KEA kærlega fyrir stuðninginn.
Við erum svo lánssöm að nemendur Hrafnagilsskóla fá dansþjálfun í öllum bekkjum. Á haustönn eru það nemendur 6. - 10. bekkjar sem sækja danskennslu hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara og á vorönn taka nemendur 1. - 5. bekkjar við. Þriðjudaginn 22. nóvember var haldin danssýning í íþróttasal [Meira...]
Í nóvember ár hvert eru þemadagar í Hrafnagilsskóla og lýkur þeim með hátíð á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Í ár var unnið með þemað fjölmenning. Nemendur unnu í aldursblönduðum hópum innan hvers stigs og verkefnin voru fjölbreytt. Nemendur á yngsta stigi fjölluðu um [Meira...]
Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 6.-10. bekk í Hrafnagilsskóla. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans þriðjudaginn 22. nóvember milli kl. 13:15 og 14:00. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elín Halldórsdóttur danskennara. Allir hjartanlega velkomnir.
Á þemadögum bjó miðstigið til fjölmenningarlega matreiðslubók. Þar má finna uppskriftir frá hinum og þessum löndum, allt frá dönskum eplaskífum til súpu frá Litháen. Á tenglinum hér fyrir neðan er hægt að skoða þessa skemmtilegu matreiðslubók. Matreiðslubók Hrafnagilsskóla
Miðvikudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Nemendur munu flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þema dagsins en í þetta skiptið er það fjölmenning. Einnig munu nemendur 7. [Meira...]
