Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Hrafnagilsskóli hlýtur styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

9.desember 2016|

Þann 1. desember hlaut Hrafnagilsskóli styrk til kaupa á einu Lego Mindstorm vélmenni úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA. Vélmennið er notað í svokölluðu Legovali þar sem nemendur unglingastigs hanna vélmenni, forrita það og leysa með því ýmsar þrautir. Við þökkum KEA kærlega fyrir stuðninginn.

Danssýning

24.nóvember 2016|

Við erum svo lánssöm að nemendur Hrafnagilsskóla fá dansþjálfun í öllum bekkjum. Á haustönn eru það nemendur 6. - 10. bekkjar sem sækja danskennslu hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara og á vorönn taka nemendur 1. - 5. bekkjar við. Þriðjudaginn 22. nóvember var haldin danssýning í íþróttasal [Meira...]

Þemadagar í Hrafnagilsskóla

18.nóvember 2016|

  Í nóvember ár hvert eru þemadagar í Hrafnagilsskóla og lýkur þeim með hátíð á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Í ár var unnið með þemað fjölmenning. Nemendur unnu í aldursblönduðum hópum innan hvers stigs og verkefnin voru fjölbreytt. Nemendur á yngsta stigi fjölluðu um [Meira...]

Danssýning

18.nóvember 2016|

Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 6.-10. bekk í Hrafnagilsskóla. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans þriðjudaginn 22. nóvember milli kl. 13:15 og 14:00. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elín Halldórsdóttur danskennara. Allir hjartanlega velkomnir.

Matreiðslubók Hrafnagilsskóla

16.nóvember 2016|

Á þemadögum bjó miðstigið til fjölmenningarlega matreiðslubók. Þar má finna uppskriftir frá hinum og þessum löndum, allt frá dönskum eplaskífum til súpu frá Litháen. Á tenglinum hér fyrir neðan er hægt að skoða þessa skemmtilegu matreiðslubók. Matreiðslubók Hrafnagilsskóla  

Dagur íslenskrar tungu

8.nóvember 2016|

Miðvikudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Nemendur munu flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þema dagsins en í þetta skiptið er það fjölmenning. Einnig munu nemendur 7. [Meira...]

Go to Top