Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Árshátíð unglingastigs

19.janúar 2016|

Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 22. janúar n.k. Hún hefst kl. 20.00 og stendur til kl. 23.30. Ekið er heim að balli loknu. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk  sýna stytta útgáfu af söngleiknum ,,MAMMA MIA“ og kennarar  á unglingastigi leikstýra. Auk þess [Meira...]

Árshátíð unglingastigs – Söngleikurinn Mamma Mía í mótun

15.janúar 2016|

Nú er undirbúningur á fullu fyrir árshátíð unglingastigs en hún fer fram föstudaginn 22. janúar næst komandi.  Að þessu sinni verður söngleikurinn Mamma Mia sýndur og er óhætt að lofa góðri sýningu.  Af þessu tilefni gerðu nokkrir nemendur stutta heimildarmynd um sviðsetningu söngleiksins góða. https://youtu.be/Io8WceO08BY

Litlu jólin

16.desember 2015|

Svala Huld Jónsdóttir 6. bekk Síðustu dagar fyrir jólafrí. Fimmtudaginn 17. desember er möndlugrautur í hádegismatinn í mötuneytinu. Í hverjum bekk er mandla sett í eina grautarskálina og sá sem fær möndluna vinnur verðlaun. Nemendur á unglingastigi mæta á hátíðarkvöldverð klukkan 19:00. Eftir matinn [Meira...]

Safnað fyrir góðu málefni

11.desember 2015|

Eins og undanfarin ár ætla nemendur á unglingastigi að baka svokallaðar „Subway smákökur" og selja í skólanum. Ein smákaka kostar 200 kr. og allur ágóði rennur til barna flóttafólksins sem von er á til Akureyrar. Salan fer fram mánudaginn 14. desember og við hvetjum alla til [Meira...]

Niðurstöður úr samræmdum prófum

9.desember 2015|

Samræmd próf eru hluti af skólastarfi og nytsamlegt er að skoða stöðu nemenda sem og stöðu skólans. Samræmdu prófin eru til leiðsagnar hvernig bæta megi kennslu og styðja við nám nemenda. Þar sem Hrafnagilsskóli er frekar fámennur skóli höfum við talið raunhæfara að skoða stöðu skólans [Meira...]

Engir skólabílar í dag 8. desember

8.desember 2015|

Vegna hálku aka engir skólabílar í dag. Skólinn verður opinn fyrir þá nemendur sem komast í skólann en skólahald skiljanlega ekki í föstum skorðum.

Go to Top