Föstudaginn 24. mars var árshátíð miðstigs haldin í Laugarborg. Þar sýndu nemendur 5., 6. og 7. bekkjar stytta útgáfu af leikritinu ,, Fólkið í blokkinni“. Áður höfðu þeir útbúið leiksmynd, búninga og leikskrá og margt fleira. Einnig sáu nemendur um tæknimálin í samvinnu við umsjónarkennarana sína. [Meira...]
Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 1.-5. bekk í Hrafnagilsskóla og elsta árgangi í Krummakoti. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans þriðjudaginn 28. mars kl. 13:15. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elín Halldórsdóttur danskennara. Allir hjartanlega velkomnir.
Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, föstudaginn 24. mars og hefst kl. 20:00. Dagskráin hefst á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar og að því loknu sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stutt leikrit úr bókinni ,,Fólkinu í blokkinni“ og einnig er stuðst við samnefnda [Meira...]
Viðburðadagatal marsmánðar er komið á heimasíðuna. Eins og alltaf er hægt að sjá það hægramegin á heimasíðunni. 1.-3. mars Öskudagur og vetrarfrí 6.–10. mars Nemendur og kennarar TE bekkjar sjá um samverustundir. 7 .-10. mars Nemendur í 9. og 10. bekk í samræmdum prófum. 13.-17. mars Nemendur [Meira...]
Þriðjudaginn 14. mars ráðgerum við að fara í skíðaferð í Hlíðarfjall. Þessi dagsetning er háð því að veður verði skaplegt. Þeir nemendur sem ætla að leigja skíði eða bretti í skíðaleigunni í Hlíðarfjalli verða að panta búnaðinn fyrirfram, þá verður mun fljótlegra að fá skíðin afgreidd [Meira...]
Mikið var um dýrðir á sprengidagshátíð grunnskólans. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni. Hér má sjá myndir frá hátíðinni.
