Í nótt fengum við glænýja sendingu af snjó og eins og sjá má af meðfylgjandi myndum er snjórinn uppspretta mikilla framkvæmda á skólalóðinni og ,,snjó-raðhús“ litu dagsins ljós. Það voru einnig byggð virki, gerðir snjókarlar og kerlingar og farið í ,,hólastríð“. Við erum afar heppin að [Meira...]
Í vetur buðum við í fyrsta skipti upp á valgrein á unglingastigi sem heitir Jóga og slökun. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og nemendur virðast njóta þess að prófa eitthvað nýtt, teygja á og enda á slökun. Í dag var nuddtími og nemendur sýndu að [Meira...]
Eftir áramót hafa krakkarnir í 9. bekk verið í samvinnuverkefni með nemendum frá Frakklandi, Spáni, Grikklandi og Ítalíu. Verkefnið er í gegnum Etwinning en það er skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk ásamt því að taka [Meira...]
Nú er hægt að horfa á árshátíð unglingastigs á youtube. Árshátíðin er í fjórum hlutum sem spilast sjálfkrafa ef smellt er á myndskeiðið hér að neðan. Ef það virkar ekki smellið hér. https://www.youtube.com/playlist?list=PL4JKvOhsTjK1cnVLA_jufoJVT_dv9Uo8l
Föstudaginn 22. janúar var árshátið unglingastigs haldin í Laugarborg. Að þessu sinni sýndu nemendur stytta útgáfu af söngleiknum Mamma mia og er óhætt að segja að frábærlega hafi tekist til. Þar sýndu nemendur hvað í þeim býr, sungu, dönsuðu, léku, sáu um sviðsmynd, tæknimál, búninga, skreytingar, leikskrá o.fl. Áður [Meira...]
Nú er undirbúningur á lokastigi fyrir árshátíð unglingastigs en hún fer fram á morgun föstudaginn 22. janúar. Eins og fram hefur komið er söngleikurinn Mamma Mia sýndur og er óhætt að lofa góðri sýningu. https://youtu.be/3fDN905yI2A