Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Árshátíð yngsta stigs Hrafnagilsskóla 2016

14.apríl 2016|

Hátíðin verður haldin í Laugarborg þriðjudaginn 19. apríl frá klukkan 14:00—16:00.  Tónlistaratriði verður í flutningi nemenda 4. bekkjar og síðan er sýning sem fjallar um himingeiminn og verur sem í honum búa. Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi. Aðgangseyrir er 700 kr. fyrir nemendur á [Meira...]

Lego í Hrafnagilsskóla

1.apríl 2016|

Í vikunni var í fyrsta skipti boðið upp á svokallað Legoval í Hrafnagilsskóla. Legoið sem notað er í valinu er svokallað Lego Mindstorm sem byggir á því að smíða ýmiskonar vélmenni úr Legoi og forrita þau síðan til að leysa ýmsar þrautir. Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi styrkti skólann [Meira...]

Nemendur í 9. bekk sigruðu í ,,Gettu betur“

18.mars 2016|

Sú skemmtilega hefð hefur skapast á unglingastigi að halda spurningakeppnina ,,Gettu betur“ á síðasta kennsludegi fyrir páskaleyfi. Þrír fulltrúar frá hverjum bekk á unglingastigi spreyta sig á hraðaspurningum, látbragðsleik, bjölluspurningum og vísbendingaspurningum. Að þessu sinni unnu nemendur í 9. bekk þau Fannar Smári Sindrason, Kolbrá Brynjarsdóttir [Meira...]

Skólahreysti

18.mars 2016|

Miðvikudaginn 16. mars fór fram íþróttakeppnin Skólahreysti í Íþróttahöllinni. Þar kepptu fulltrúar grunnskóla Akureyrar og nágrennis sín á milli. Fyrir hönd Hrafnagilsskóla kepptu Jón Smári Hansson, Jakob Ernfelt Jóhannesson, Birta Rún Randversdóttir og Ísabella Sól Tryggvadóttir. Varamenn voru Haraldur Helgason og Sólveig Lilja Einarsdóttir. Keppendur stóðu [Meira...]

Útikennsla

18.mars 2016|

Við erum svo heppin að skólinn okkar er staðsettur í umhverfi sem skemmtilegt er að nýta til útikennslu. Hægt er að gera fjölbreytt verkefni utandyra sem reyna á ýmis konar færni nemenda og eru skemmtileg. Meðfylgjandi eru myndir af nemendum á yngsta stigi í útikennslu. [Meira...]

Danssýning

18.mars 2016|

Allir nemendur Hrafnagilsskóla fá 12 danstíma á hverjum vetri. Elín Halldórsdóttir, danskennari, sér um kennsluna og nú í vikunni lauk kennslu hjá nemendum í 1.-5. bekk og elsta árgangi leikskólans Krummakots. Í lok hverrar kennslulotu er foreldrum og forráðmönnum boðið á danssýningu þar sem nemendur sýna [Meira...]

Go to Top