Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Hrafnagilsskóli hlýtur gæðaviðurkenningu eTwinning

13.október 2017|

Hrafnagilsskóli hlýtur gæðaviðurkenningu eTwinning fyrir þátttöku í verkefninu Bookit 2017. Verkefnið fólst í því að nemendur þáverandi 7. bekkjar lásu eina bók og gerðu svo handrit og myndband í tengslum við efni hennar.  Upphafskona verkefnisins var Rósa Harðardóttir en þeir kennarar sem tóku þátt fyrir hönd [Meira...]

Bleiki dagurinn 2017

12.október 2017|

Bleiki dagurinn verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 13. október 2017 um land allt. Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í hinum bleika októbermánuði. Þennan dag hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Gaman væri ef einhverjir hefðu [Meira...]

Útikennsla í 2. bekk

21.september 2017|

Þetta skemmtilega verkefni var unnið í útikennslu nemenda í 2. bekk. Fyrir ári síðan var nemendum kennt að vefa úr garni í textílmennt en nú ári seinna var ákveðið að rifja upp þá kunnáttu og færa út í náttúruna. Nemendur höfðu gaman að þessari vinnu og afraksturinn [Meira...]

Dagur læsis

12.september 2017|

Föstudaginn 8. september var dagur læsis á Íslandi og lásu þá allir í skólanum á sama tíma. Bæði stórir og smáir lásu í tuttugu mínútur og algjör kyrrð var meðan á lestrinum stóð. Gaman var að sjá fjölbreytni í bókum og lestraraðstæðum. Hér má sjá myndir [Meira...]

Útivistardagur

7.september 2017|

Þriðjudaginn 5. september var göngu- og útivistardagur skólans. Þrjár gönguleiðir voru valdar. Stysta leiðin var frá Hömrum yfir í Kjarnaskóg og gengu nemendur á yngsta stigi þá leið. Nemendur á mið- og unglingastigi gátu valið milli þess að ganga frá Naustaborgum yfir í Kjarnaskóg eða leiðina [Meira...]

Skólasetning

21.ágúst 2017|

Hrafnagilsskóli verður settur þriðjudaginn 22. ágúst kl. 13:00 í íþróttahúsinu. Nemendur mæta við heimastofu sína og ganga inn í íþróttasal með umsjónarkennara. Eftir skólasetninguna kynna umsjónarkennarar starf skólaársins í heimastofum bekkjanna. Mikilvægt er að foreldrar mæti með börnum sínum. Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl [Meira...]

Go to Top