Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Skólaslit

3.júní 2016|

Mánudaginn 6. júní er starfsdagur í skólanum og engin kennsla. Skólaslit eru um kvöldið kl. 20:00 í íþróttasal skólans. Eftir skólaslit er kaffiboð fyrir nemendur 10. bekkjar sem eru að kveðja skólann, foreldra þeirra og starfsfólk skólans.

Þemadagar

3.júní 2016|

Dagana 30. maí - 2. júní voru þemadagar í Hrafnagilsskóla. Þessa daga voru nemendur uppi í Aldísarlundi í blönduðum aldurshópum og tóku þátt í fjölbreyttum verkefnum. Skipt var í átta stöðvar sem voru: Nornalundur, Tröllalundur, Ljóðalundur, matarstöð, tótemsúla, stígagerð og kortagerð. Gaman er að geta þess [Meira...]

Útikennsla í Aldísarlundi

10.maí 2016|

Í útikennslu í dag fóru nemendur í 2. bekk í Aldísarlund og vígðu nýja eldstæðið. Eldstæðið reyndist afar vel og greinabrauðin sem nemendur bökuðu runnu ljúflega niður. Uppbygging eldstæðisins er fyrsti áfangi í því að gera Aldísarlundinn að enn betra útivistarsvæði.

Gott að eiga góða að

9.maí 2016|

Um helgina mættu nokkrar galvaskar fjölskyldur upp í Aldísarlund og hjálpuðust að við að koma upp nýju eldstæði. Fulltrúar í stjórn foreldrafélagsins voru í forsvari og erum við í Hrafnagilsskóla afar þakklát fyrir þetta frábæra framtak og hlökkum til að nýta okkur þetta nýja eldstæði. [Meira...]

Árshátíð yngsta stigs Hrafnagilsskóla 2016

22.apríl 2016|

Árshátíð yngsta stigs var haldin í Laugarborg þriðjudaginn 19. apríl. Hún hófst á því að ,,stórsveit“ 4. bekkjar lék tvö lög og gaman var að sjá afraksturinn en Eyjafjarðarsveit býður öllum nemendum 4. bekkjar að læra á hljóðfæri einn vetur. Sýningin fjallaði um himingeiminn og verur [Meira...]

Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2016

20.apríl 2016|

Dagana 25. – 29. apríl stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar eða forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2010) og einnig eldri nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning [Meira...]

Go to Top