Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla

28.september 2010|

Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla verður haldinn miðvikudagskvöldið 29. september og hefst kl. 20.30 í Hrafnagilsskóla. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu fulltrúar frá Jafnréttisstofu fjalla um staðalmyndir/kynjaímyndir: “Staðalmyndir/kynjaímyndir vísa til ríkjandi hugmynda í samfélaginu um hvað það þýðir að vera karl eða kona, hvernig karlar og konur eiga [Meira...]

Námsefniskynning í 1. bekk

27.september 2010|

Umsjónarkennarar 1. bekkjar, þær Jóhanna Dögg og Laufey hafa boðað foreldra á námsefniskynningu þriðjudagskvöldið 28. september kl. 20:30. Gert er ráð fyrir klukkutíma löngum fundi og eru foreldrar hvattir til að mæta.

Danskennsla í eldri bekkjum

27.september 2010|

Fyrri hluta haustannar eru nemendur 6. – 10. bekkja í danskennslu einu sinni í viku. Eftir því sem ofar dregur verða dansarnir flóknari og á meðfylgjandi mynd eru 8. bekkingar að æfa jive en þeim dansi fylgja margvíslegir snúningar og útúrdúrar frá grunnspori.

Skilaboð frá Tryggva

24.september 2010|

Nú er íþróttakennslu utandyra lokið í bili og við færum okkur inn í íþróttahús. Nemendur í 4. - 10. bekk mega nota skó í íþróttum. Vil einnig minna á að nemendur í öllum bekkjum séu með handklæði.

Samræmd próf

20.september 2010|

Í vikunni 20. – 24. september eru samræmd próf. Þau eru sem hér segir: 20. september íslenska í 10. bekk 21. september enska í 10. bekk 22. september stærðfræði í 10. bekk 23. september íslenska í 4. og 7. bekk 24. september stærðfræði í 4. og [Meira...]

Góð kartöfluuppskera

10.september 2010|

Nemendur á yngsta stigi settu niður kartöflur í vor og hafa verið að taka upp á undanförnum dögum. Verkefnið er notað m.a. í stærðfræðikennslu þar sem fjöldi undan hverju grasi er talinn, meðaltal reiknað, stærstu og minnstu kartöflurnar vegnar og þar fram eftir götunum. Börnin gáfu [Meira...]

Go to Top