Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
1. bekkur kemur fram á samverustund

18.október 2010|

1. bekkur á samverustund október 2010 VIEW SLIDE SHOW DOWNLOAD ALL Það er ævinlega gaman að fylgjast með þegar 1. bekkingar koma fram á samverustund í fyrsta skipti. Í síðustu viku var röðin komin að þeim eftir að hafa fylgst með hvernig eldri nemendur bera sig [Meira...]

Leiksýning í 2. og 3. bekk

13.október 2010|

Í gær komu þær Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds og sýndu nemendum í 2. og 3. bekk leikbrúðusýningu um ofbeldi gagnvart börnum. Sýningin kemur til okkar á vegum samtakanna Blátt áfram og er sýnd til að opna umræðu og auðvelda börnum að segja frá ef þau [Meira...]

7. bekkur í skólabúðum í Reykjaskóla

11.október 2010|

Í morgun lögðu 7. bekkingar af stað í skólabúðirnar ásamt umsjónarkennara og stuðningsfulltrúa. Þeirra bíða mörg skemmtileg viðfangsefni í vikunni og kynni við nemendur úr öðrum skólum sem dvelja í skólabúðunum á sama tíma. Það var ekki laust við að þau væru sum með fiðrildi í [Meira...]

Foreldraviðtöl

4.október 2010|

Samtöl kennara, foreldra og barna hefjast í dag. Þau fara fram í þessari viku og vikuna 18. – 22. október. Allir foreldrar eiga að hafa fengið tímasetningu samtalsins senda heim en ef einhvers staðar hefur orðið misbrestur á því eða viðtalstími hentar alls ekki, eru viðkomandi [Meira...]

Starfsdagur 1. október

30.september 2010|

Föstudaginn 1. október er starfsdagur allra skólastiga á Norðurlandi. Kennarar sækja ráðstefnu og endurmenntun á Akureyri sem ber yfirskriftina Samræða skólastiganna. Vegna þessa fellur skólastarf niður þennan dag.

Skólatöskudagur

29.september 2010|

Fimmtudaginn 30. september verður skólatöskudagur í 5. – 10. bekk. Debbie iðjuþjálfi ásamt nemum í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri fara yfir stillingar á skólatöskum með nemendum, vigta töskur og leiðbeina með röðun í þær þannig að þær fari sem best á þeim.

Go to Top