Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Dagur íslenskrar tungu

12.nóvember 2010|

Þriðjudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í skólanum. Dagskrá verður í íþróttahúsinu og hefst hún kl. 13. Þar verður sýndur afrakstur af vinnu á þemadögum sem staðið hafa yfir undanfarna daga. Að dagskrá lokinni verða 10. bekkingar með kaffisölu. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Frídagar að hausti

4.nóvember 2010|

Frídagar að hausti verða í Hrafnagilsskóla dagana 5. og 8. nóvember. SKólavistun er einnig lokuð.

Sveinborg fékk svarta beltið

1.nóvember 2010|

Sveinborg Katla Daníelsdóttir 10. bekk náði þeim frábæra árangri um síðustu helgi að fá svarta beltið í taekwondo. Um leið og við óskum Sveinborgu til hamingju með árangurinn má benda áhugasömum á að skoða heimasíðu Taekwondosambands Íslands.

Sundkennsla í 1. bekk hætt

25.október 2010|

Sundkennslu á haustönn lauk í 1. bekk í síðustu viku. Á morgun byrjar íþróttakennsla í íþróttahúsi samkvæmt stundaskrá og verður sundtíminn einnig nýttur á þann hátt. Sundkennsla hefst svo aftur í vor og verður það tilkynnt þegar þar að kemur.

Kvennafrí

25.október 2010|

Í dag leggja konur sem starfa í grunn- og leikskóladeildum Hrafnagilsskóla niður vinnu kl. 14:25. Skólavistun verður lokuð í dag og foreldrar leikskólabarna eru beðnir að sækja þau fyrir þennan tíma.

Fyrsti snjórinn

22.október 2010|

Það verður ævinlega uppi fótur og fit þegar fyrsti snjórinn fellur. Í gærmorgun var hvít jörð og í frímínútum tóku krakkarnir til óspilltra málanna og nýttu snjóinn til hins ítrasta í ýmsum leikjum. Myndirnar segja meira en mörg orð um hversu gaman það var. Fyrsti snjórinn [Meira...]

Go to Top