Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Jólafrí

15.desember 2010|

Litlu jólin verða haldin hátíðleg í skólanum föstudaginn 17. desember og hefjast þau kl. 10 og standa til kl. 12. Að þeim loknum hefst jólafríið. Skólinn hefst að nýju þriðjudaginn 4. janúar kl. 8.15 samkvæmt stundaskrá.

Bæjarferð og félagsvist

15.desember 2010|

Nemendur á unglingastigi voru á faraldsfæti í morgun en þá fóru þeir til Akureyrar á Flugminjasafnið, síðan á skauta og að lokum á Bláu könnuna. Eftir hádegið spiluðu allir félagsvist og báru Fjölnir í 8. bekk og Klara í 10. bekk sigur úr bítum.  

Foreldranámskeið um Jákvæðan aga

6.desember 2010|

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á foreldranámskeið um jákvæðan aga í janúarmánuði. Um verður að ræða tveggja kvölda námskeið sem haldið er í samstarfi Naustaskóla, Naustatjarnar, Glerárskóla og Hrafnagilsskóla og mun það verða opið foreldrum barna úr öllum skólunum. Á námskeiðinu verður hugmyndafræði stefnunnar miðlað [Meira...]

Danssýning í 6. – 10. bekk

26.nóvember 2010|

Mánudaginn 29. nóvember lýkur danskennslu í 6. – 10. bekk með sýningu í íþróttahúsinu undir stjórn Elínar Halldórsdóttur danskennara. Sýningin hefst kl. 13:20 og lýkur kl. 14:00. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Eydís bætir Hrafnagilsskólametið í vélritunarhraða

19.nóvember 2010|

Eydís Sigurgeirsdóttir í 9. bekk náði þeim frábæra árangri sl. miðvikudag að slá 5 ára gamalt hraðamet í vélritun. Hún náði meðalhraðanum 102 orðum á mínútu en eldra metið átti Almar Daði Kristjánsson og var það 98 orð á mínútu. Eydís hefur þann háttinn á að [Meira...]

Glæsileg hátíð á Degi íslenskrar tungu

18.nóvember 2010|

Nemendur og starfsfólk hélt Dag íslenskrar tungu hátíðlegan þann 16. nóvember með dagskrá og sýningu á verkefnum nemenda frá þemadögum í síðustu viku. Viðfangsefni þemadaganna var orðið fjall og var það tekið til skoðunar á margvíslegan hátt. Þar má nefna fjöll í myndlist, ljóð- og tónlist. [Meira...]

Go to Top