Kór Hrafnagilsskóla hefur vaxið og dafnað með árunum og nú er svo komið að 47 börn syngja í kórnum. Börnin hafa staðið sig framúrskarandi vel og þátttaka og stuðningur foreldra hefur skipt miklu máli. Í desember söng kórinn á sex tónleikum með Frostrósum og í ágúst [Meira...]
Óvenju mikill snjór er nú á svæðinu og því má búast við að akstur skólabíla verði ekki alltaf á áætlun. Til að leita upplýsinga um ferðir skólabíla er best að hringja beint í bílstjórana en númerin hjá þeim eru hér á heimasíðunni þar sem fjallað er [Meira...]
Um áramótin hóf Bjarki Ármann Oddsson kennslu við Hrafnagilsskóla. Hann kemur í stað Lilju Friðriksdóttur sem er að fara í fæðingarorlof.
Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 4. janúar kl. 8.15 samkvæmt stundaskrá.
Skólakór Hrafnagilsskóla, undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur, syngur á 6 tónleikum Frostrósa í Menningarhúsinu Hofi. Óhætt er að segja að það sé mikil viðurkenning, bæði fyrir Maríu og nemendur að vera beðin að syngja á jafn viðamiklum og fjölsóttum tónleikum. Fyrstu tónleikarnir voru í gærkvöldi og síðan [Meira...]
Tónlistarskóli Eyjafjarðar stendur að venju fyrir nokkrum tónleikum á aðventu. Í dag lékur tveir nemendur á selló nokkur lög í anddyri Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar, þeir Stefán Daði Karelsson og Ísak Godsk ásamt kennara sínum, Ásdísi Arnardóttur.
