Í morgun buðu nemendur á unglingastigi öllum í vöfflukaffi. Ekki var annað að sjá en að þau sem nutu veitinganna hafi verið ánægð með framtakið.
Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 11. febrúar n.k. Hún hefst kl. 20.00 og stendur til kl. 23.30. Ekið er heim að balli loknu. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sýna stytta útgáfu af Gúmmí Tarsan og kennarar á unglingastigi leikstýra. Auk þess [Meira...]
Undanfarna daga hafa nemendur unglingastigs unnið hörðum höndum að undirbúningi árshátíðar. Öll leikmynd er hönnuð af nemendum svo og fatnaður og leikmunir ýmis konar. Hér koma nokkrar myndir frá undirbúningnum. [Meira…]
Aðstoðarleikskólastjóri Hrafnagilsskóli óskar eftir að ráða aðstoðarleikskólastjóra í fullt starf sem starfar undir stjórn skólastjóra samrekins grunn- og leikskóla. Verksvið Aðstoðarleikskólastjóri fer með daglega stjórnun leikskólans. Hann sinnir að hluta til skyldum leikskólastjóra og tekur laun samkvæmt starfslýsingu í samræmi við aukna ábyrgð. Launakjör eru samkvæmt [Meira...]
Í dag komu Daníel Þorsteinsson og Páll Barna Szabó fagottleikari og buðu nemendum í 1. – 7. bekk til tónleika í Hjartanu. Þeir kynntu hljóðfæri sín og léku brot úr þremur ólíkum tónverkum fyrir nemendur. Við þökkum þeim kærlega fyrir skemmtilega tónleika.
10. bekkur í Hrafnagilsskóla ætlar að halda bingó til styrktar skólaferðalagi sínu fimmtudaginn 3. febrúar. Fullt af veglegum vinningum í boði. Veitinga- og nammisala á staðnum, einnig verður hlutavelta (tombóla). Við höfum séð um skipulagninguna alveg sjálf :) Spjaldið kostar 500 krónur. ATH. við erum ekki [Meira...]
