Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Arna Ýr fékk viðurkenningu

20.mars 2011|

Hinn 17. júní 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, forseta. Afmælisnefndin í samvinnu við Mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir ritgerðasamkeppni fyrir 8. bekkinga í grunnskólum landsins. Alls bárust 170 ritgerðir til dómnefndar og 12 þeirra fengu viðurkenningu þar á meðal ritgerð Örnu Ýrar [Meira...]

Danskennsla – danssýning

7.mars 2011|

Næstkomandi mánudag, 14. mars eru síðustu danstímar vetrarins hjá 1. – 5. bekk. Við endum á danssýningu kl. 13:20 – 14:00 í íþróttahúsinu. Foreldrar eru boðnir velkomnir á sýninguna.

Skíða- og útivistarferð

7.mars 2011|

Fyrirhugað er að fara í Hlíðarfjall 15. mars. Foreldrar hafa fengið sent bréf með helstu upplýsingum um ferðina í gegnum Mentor.

Aðstoðarleikskólastjóri ráðinn

7.mars 2011|

Hrund Hlöðversdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri Hrafnagilsskóla. Alls sóttu sex um stöðuna, þar af þrír með meistarapróf og mikla reynslu af skólastarfi. Hrund er með leyfisbréf á leikskólastigi en er menntaður grunnskólakennari með 14 ára reynslu, þar af 10 ára stjórnunarreynslu, aðallega á yngsta stigi grunnskólans. [Meira...]

Fréttir frá umhverfisráði Hrafnagilsskóla

4.mars 2011|

Í haust tók til starfa umhverfisráð við Hrafnagilsskóla. Í ráðinu sitja nemendur úr grunn- og leikskóladeildum skólans ásamt fulltrúum foreldra og starfsmanna. Hlutverk ráðsins er að móta stefnu skólans í umhverfismálum. Eitt af fyrstu verkum ráðsins var að efna til samkeppni um umhverfisveru og nafn á [Meira...]

Sprengidagsskemmtun

4.mars 2011|

  Haldin verður sprengidagsskemmtun þriðjudaginn 8. mars frá kl. 14:00-16:00. Skólabílar keyra nemendur heim að skemmtun lokinni. Sjoppan verður opin og nemendur í 9. bekk selja þar pítsur, sælgæti, svala og gos. Dæmi um verð í sjoppunni; [Meira…]

Go to Top