Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Ókeypis tannlæknaþjónusta

3.maí 2011|

Frá 1. maí til og með 26. ágúst verður boðið upp á ókeypis, nauðsynlegar tannlækningar fyrir börn tekjulágra foreldra/forráðamanna yngri en 18 ára. Tannlæknar á tannlæknadeild Háskóla Íslands meta hvað teljast nauðsynlegar tannlækningar og þar er þjónustan veitt. Nánari upplýsingar má finna í fylgiskjölum hér að [Meira...]

Grænmeti og ávextir

2.maí 2011|

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ákvað á bjóða nemendum Hrafnagilsskóla upp á ávexti og grænmeti  sem morgunhressingu á hverju degi í maí. Starfsfólk mötuneytis sker hvoru tveggja niður í hæfilega skammta og setur í bakka sem farið er með í hverja stofu og er nemendum boðið að fá sér [Meira...]

Alþjóðlegi dansdagurinn

29.apríl 2011|

Föstudaginn 29.apríl er alþjóðlegi dansdagurinn og verður hann haldinn hátíðlegur. Þeir sem hafa áhuga geta mætt við Kea hótelið kl 16.50 og þaðan verður marserað kl. 17.00 í gegnum miðbæinn og að Hofi. Þar verða hin ýmsu dans atriði frá þeim dansskólum sem starfa á Akureyri. [Meira...]

Verðlaunahafar í stærðfræðikeppni Flensborgarskóla

15.apríl 2011|

Þann 16. mars sl. var efnt til stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanema í Menntaskólanum á Akureyri. Keppni þessi er árviss viðburður og ber hún yfirskriftina Stærðfræðikeppni Flensborgarskóla en þangað á hún rætur sínar að rekja. Öllum nemendum í 8., 9. og 10. bekk á svæðinu gafst kostur á [Meira...]

Ferð á Minjasafnið

7.apríl 2011|

Þann 28. mars heimsóttu 5. bekkingar Minjasafnið á Akureyri. Á safninu skoðuðu nemendur mjög skemmtilega sýningu um landnám og víkinga og fengu mjög góða leiðsögn um safnið. Á næstu vikum munu svo nemendur fræðast enn frekar um landnám og víkinga í samfélagsfræðitímum og þá mun þessi [Meira...]

Go to Top