Tónleikar skólakórs Hrafnagilsskóla verða færðir inn í Hjartað vegna veðurs. Þeir hefjast kl. 14:00 fimmtudaginn 19. maí. Allir velkomnir.
Skólakór Hrafnagilsskóla heldur tónleika í Aldísarlundi fimmtudaginn 19. maí kl. 14:00. Stjórnandi er María Gunnarsdóttir og Daníel Þorsteinsson er undirleikari. Aðgangur er ókeypis. Tónleikagestum er bent á að gott getur verið að taka með sér sessu eða teppi.
Mjög vel gekk í dag þegar nemendur unnu að því að vinna til áheitanna sem þau hafa safnað. Við þökkum öllum þeim sem hétu á nemendur og næsta verk nemenda er að innheimta áheitin og skila í skólann. Einnig má skila umslaginu tómu en greiða í [Meira...]
Á morgun stendur til að fara í UNICEF-hreyfinguna sem nemendur hafa verið að safna áheitum fyrir. Mikilvægt er að allir komi klæddir til útiveru því ekki er búist við miklum hlýindum á morgun. Við byrjum kl. 10 og verðum að til kl. 11:15. Mismunandi hreyfiþrautir verða [Meira...]
Hrafnagilsskóli óskar eftir að ráða leik- og grunnskólakennara ásamt þroskaþjálfa. Meðfylgjandi auglýsing birtist í Dagskránni 4. maí s.l. og er umsóknarfrestur til 20. maí. Auglýsing
Bókasafni Eyjafjarðarsveitar barst á dögunum höfðingleg gjöf frá hestamannafélaginu Funa. Tvær stúlkur úr fræðslunefnd félagsins, þær Edda Kamilla og Úlfhildur Örnólfsdætur komu færandi hendi með bækur, tímarit og DVD myndir um hesta og hestamennsku. Þetta er kærkomin viðbót við efni safnsins og nýtist vonandi sem flestum [Meira...]
