Í tilefni af 40 ára afmæli Hrafnagilsskóla verður opið hús í leik- og grunnskólanum föstudaginn 16. september. Einnig verður formleg dagskrá í íþróttahúsinu kl. 12.30-13.10 þar sem nemendur sjá um flutning auk þess sem stutt ávörp verða flutt. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir.
Líkt og fram hefur komið komst Hallur Aron Sigurðsson 8. b. í úrslit Nýsköpunarkeppni grunnskólanna sem haldin var í Reykjavík 8. og 9. september s.l. Verkefni hans var eitt af 40 sem valin voru í lokakeppnina en alls bárust um 900 tillögur. Hann sendi inn hugmynd [Meira...]
Í sumar voru mikla framkvæmdir á skólalóðinni. Leiktæki voru sett upp, gönguleiðir malbikaðar og gengið frá svæði sem liggur að bílastæðinu sunnan skólans. Einnig voru setta merkingar á svæðið. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til og er allur frágangur til sóma.
Ráðgert er að allir nemendur fari í gönguferð á morgun. Yngsta stig gengur upp brekkurnar ofan við skólann. Mið- og unglingastig geta valið um að ganga 17 km hring á flatanum austan Eyjafjarðarár eða ganga á Uppsalahnjúk frá Öngulstöðum. Allir þurfa að vera klæddir til göngu [Meira...]
Heimili og skóli - landssamtök foreldra og mennta- og menningarmálaráðuneytið hafa gert með sér samning um að dreifa kynningu um menntalögin til allra foreldra nýnema í grunnskólum landsins. Heimili og skóli hafa gefið út bæklinginn „Virkir foreldrar – betri grunnskóli“ en í honum er stiklað á [Meira...]
Kennsla hófst í morgun af fullum krafti og skólastarfið fór vel af stað. Allir nemendur á unglingastigi fóru saman í gegnum verkefni og leiki sem miða að því að kynnist betur og jafnframt til að taka vel á móti 8. bekkingum. Hér má sjá myndir af [Meira...]
